Úrval - 01.09.1964, Síða 25
OFVEIÐl OG KJÖRVEIÐI
23
legum fiskgöngum, eins og t. d.
göngum þorsks á milli Græn-
lands og íslands.
Heildardánartölu ákveðins
stofns nefnum við þann hundr-
aðshluta hans, sem deyr eða
hverfur af einhverjum orsökum
á hverju ári. Langmestur hluti
þessarar rýrnunar er af völdum
veiðanna, en hitt eru meira eða
minna eðlilegar dánarorsakir:
sjúkdómar, ellihrumleiki eða ó-
vinir, sem verða fiskunum að
fjörtjóni. Heildardánartalan er
góður mælikvarði á ástand
stofns, en það er nauðsynlegt
að vita, hve mikill hluti dánar-
tölunnar er af völdum veiðanna
og hve mikill hluti af öðrum
orsökum.
Þorskstofninn er sá eini af
íslenzku nytjafiskastofnunum,
þar sem þetta atriði er þekkt
að nokkru ráði. Heildardánar-
tala hins kynþroska hluta stofns-
ins er i dag um 60%, þ. e. á
hverju ári hverfa um 60 af
hundraði úr þeim hluta stofns-
ins, og af því eru 4/5 af völd-
um veiðanna, en 1/5 af svo-
nefndum eðlilegum orsökum.
Það hefur komið í Ijós, að náið
samhengi er milli sóknarinnar
í stofninn og heildardánartöl-
unnar, þ. e. með aukinni sókn
eykst dánartalan. Sú sókn, sem
valdið hefur 60% dánartölu, er
um 620 einingar, þ. e. 620 millj.
tonn-tímar, þar sem allar veiðar
hafa verið umreiknaðar í tog-
veiðar. Ef heildarsóknin yrði
aukin upp í 720 milljón tonn-
tíma, eða um það bil 15%, myndi
það hafa í för með sér aukningu
dánartölunnar upp í 65%, og
er það sú tala, er við höfum
sett sem hámark þess, sem stofn-
inn myndi þola án þess að vera
ofboðið.
Allt er þetta vitaskuld miðað
við veiðar eins og þær eru
stundaðar nú í dag, og er hér
um meðaltal að ræða. Þótt tala
þessi sé vitanlega ekki hárnná-
kvæm, þá gefur hún þó visbend-
ingu um það, hvað þorskstofn-
inn geti gefið af sér. Okkur er
því óhætt að fullyrða, að sókn-
in í íslenzka þorskstofninn í dag
sé komin mjög svo nálægt því
hámarki, sem æskilegt er. Hins
vegar ber að gæta þess, að eitt-
hvað er hægt að auka á afkasta-
getu stofnsins með nokkurri
aukningu á möskvastærð þeirri,
sem nú er notuð.
Á árunum 1956—1960 nam
þorskveiðin frá 50% upp i 58%
af árlegri heildarveiði íslend-
inga, og með fullri virðingu fyrir
hinum stórauknu síldveiðum
undanfarin ár, er okkur þó ó-
hætt að gera ráð fyrir, að þorsk-
urinn verði um langt skeið einn
aðal nytjafiskur okkar.
Nú munu íslendingar vera um