Úrval - 01.09.1964, Page 44
42
Hin hroðalega ólykt úr sár-
inu gaus á móti mér, þegar ég
kom inn í herbergið til hans
fyrsta daginnn. Mig langaði að
snúa við og flýja, og kannske
hefði ég einmitt gert það, ef eitt-
hvað í augnaráði herra Ditto
hefði ekki snert mig og haldið
athygli minni fastri. „Góðan dag-
inn, herra Ditto,“ sagði ég. „Er-
uð þér tilbúinn til morgunverk-
anna?“
„Ég veit ekki, hver þau eru,
frú,“ sagði hann. „En ef þér
haldið, að ég hafi þörf fyrir
eitthvað þá er ég tilbúinn.“
Ég byrjaði á að baða hann og
skipta um lök í rúminu. Hinn
smávaxni likami hans var svo
tærður, að hann virtist næst-
um þyngdarlaus, þegar ég velti
honum varlega á hliðina. Augu
hans urðu starandi vegna kval-
anna, sem hann fann til, er ég
hreyfði hann, en hann gafst
samt ekkert hljóð frá sér.
Ég man, að ég fann til flökur-
leika, er ég tók sáraumbúðirnar
af, en veikluleg rödd bjargaði
mér. „Ég skil ekki, hvernig þér
getið þolað, þetta frú! Ég get
varla þolað það sjálfur!“ Og
hann gretti sig svo skringilega,
að ég skellihló. Við litum hlæj-
andi hvort á annað, og skyndi-
lega virtist betra loft þarna inni
og sárið ekki eins ógeðslegt og
áður. Og þaðan í frá fann ég
ÚRVAL
aldrei til ógeðs, er ég skipti um
umbúðir á því.
Það var enn kímnisvipur á
andliti hans, þegar ég lauk við
að skipta um lökin og breiddi
yfirlakið yfir brjóst honum.
„Þakka yður kærlega fyrir, frú,“
Nú liður mér mikið betur. Það
er heilagur sannleikur.“ Síðan
rétti hann út beinabera hönd-
ina, veiklulega og skjálfandi og
fálmaði með henni ofan í skúff-
una í borðinu sínu. Úr henni
dró hann fram gljáandi 5 centa
pening og rétti mér hann.
„Þetta er nú ekki mikið fyrir
alla góðmennsku yðar,“ sagði
hann, „en það er mjög kalt í dag,
og ég hélt, að yður þætti kannske
gott að fá yður kaffibolla niðri
í matsölunni."
Skúffan var opin, og ég gat
séð þar allmarga 5 centa pen-
inga, kannske allt að 20 talsins,
sem lágu á víð og dreif innan
um aðra muni hans. Þetta voru
einu fjármunirnir, sem hann átti.
Ég hefði átt að þiggja pening-
inn tafarlaust. En þess í stað
sagði ég' í flýti: „Nei, nei, herra
Dilto, ég get alls ekki tekið við
þessu! Geymið þér þetta heldur,
þangað til þér þurfið á því að
halda.“
Ég sá ljósið slokkna í augum
hans, og dimmur skuggi leið yf-
ir andlit honum. „Ég þarf aldrei
á þessu að lialda framar,“ sagði