Úrval - 01.09.1964, Síða 45
GJÖF HERRA DITTO
43
hann.
Þegar ég skynjaði þunga ör-
væntinguna í rödd hans, fann ég
strax, hvað ég hafði gert. Ég
hafði gert hann að öldungi, sem
átti ekkert framar til þess að
miðla öðrum og átti ekkert ann-
að eftir en að deyja. Ég flýtti
mér þvi að bæta við: „Nei, heyr-
ið þér annars, herra Ditto, kann-
ske hafið þér rétt fyrir yður.
Það er ekkert eins freistandi
fyrir mig núna og bolli af lieitu
kaffi.“ Ég tók smápeninginn lir
hendi hans og sá birta yfir and-
liti hans á ný.
Næstu daga varð herra Ditto
sífellt máttfarnari. Ég hjúkraði
lionum á sama hátt á hverjum
morgni, og hann möglaði aldrei,
þótt hann fyndi til sárra þján-
inga. Stundum tókst okkur að
halda uppi dálitlum samræðum,
gera svolítið að gamni okkar og
hlæja jafnvel. Þess vegna hlakk-
aði ég alltaf til að heimsækja
hann. Og áður en ég yfirgaf
sjúkrastofuna lians, fálmaði
gamla höndin hans eftir öðrum
sniápeningi í skúffunni, morgun
eftir morgun, og siðan sagði
hann: „Þetta er nú ekki mikið
fyrir alla góðmennsku yðar.“
Ég sá, hvernig litla smápen-
ingahrúgan minnkaði hægt og
hægt, og ég bað þess heitt, að
fjársjóður herra Ditto entist
honum á leiðarenda. Hann hafði
nú varla nokkurn mátt lengur,
en hann gleymdi samt aldrei
gjöfinni sinni, jafnvel þegar
hann var orðinn svo máttfarinn,
að hann gat ekki lyft hendinni
án minnar hjálpar. Dag nokkurn
sá ég, að hann var að teygja sig
eftir siðasta smápeningnum i
skúffunni. Ég ýtti hendi hans
að peningnum og barðist við
að halda aftur af tárunum, sem
spruttu fram i augum mér. Ég
virti hann gaumgæfilega fyrir
mér til þess að ganga úr skugga
um, hvort hann gerði sér grein
fyrir því, að þetta væri síðasti
peningurinn, en hann virtist
ekki skynja, að svo var. Hann
rétti mér peninginn og tautaði
sömu þakkarorðin sem fyrrum.
Þá fann ég snögglega, að hann
skynjaði aðeins að hálfu leyti
það, sem gerðist kringum hann,
líkt og einkennir oft hugarástand
deyjandi fólks. Hann skynjaði
aðeins gleði gefandans, og ég
varð skyndilega glöð, er ég fann,
að hann var ekki lengur fær um
að halda reikning yfir eftirstöðv-
ar fjársjóðsins. Ég læddi því
peningnum þegjandi út í horn
á skúffunni.
Hann lifði í tvær vikur eftir
þetta. Eftir að ég hafði hjúkr-
að honum og hann var lagztur
fyrir aftur á hreinum, hvitum
lökum, tautaði hann aftur og
aftur: „Þér eruð engill, frú, jú.