Úrval - 01.09.1964, Síða 55
SÖGVLEG VUGFERÐ
byggða vera, er nú meðhöndlað-
ur sem vara í niðursuðuverk-
smiðju og lendir að síðustu í
„innsigluðum“ glæsisal þotunnar
likt og áspargusleggur í dós. Og
flugmaðurinn, þessi snyrtilegi
ungi maður, fullur sjálfstrausts,
sem farþegarnir sáu áður fyrr
sitja rétt fyrir framan sig með
uppbrettar ermar við stýrið sitt,
hefur nú breytzt í líkamslausa
miðaldra rödd, sem berst til
manns út úr bólstruðum veggn-
um og segir manni, að maður
sé staddur 35.000 fetum yfir
Peoriu. Maður verður að treysta
rödd þessari, því að það er allt
of langt niður til þess að sjá,
bvað stendur á þessum litlu þök-
um þarna niðri.
Því ætti það að vera auðvelt
að skilja, hvers vegna lítill hóp-
ur dróst með ómótstæðilegu
afli til flugvallarins i Los Ang-
eles nýlega, þegar flugfélagið
Trans World Airlines ákvað að
setja fyrstu raunverulegu áætl-
unarflugferðina yfir þver Banda-
ríkin á svið nýlega. Flosið
skyldi í flugvéi frá árinu 1929,
þriggia hreyfla Ford, sem gekk
i þá daga undir nafninu „Blikk-
gæsin“. Félagið ráðgerði að láta
áhöfnina bera hina gömlu ein-
kennisbúninga og fljúga með 13
óttaslegna farþega yfir þver
Bandarikin. Fara átti sömu leið
og farið var i þessu fyrsta á-
53
ætlunarflugi, er hófst í Los Ang-
eles i dögun þ. 25 október 1930.
Okkur var haldin veizla kvöid-
ið áður á flugveilinum í Los
Angeles ,og var veizla sú nefnd
„Síðasta kvöldmáltiðin" af starfs-
fóiki TWA, en slík hreinskilní
þekkist nú ekki lengur í áætlun-
arflugi nútimans. Ánægðasta
fólkið í þessari veizlu voru
gömlu karlarnir, sem flogið
höfðu i „Blikkgæsinni", þegar
hún var ný og þurftu ekki að
gera slíkt aftur. Þeir létu ekkí
standa á sínum hughreystingar-
orðum og heilræðum, sem voru
flest i þessum dúr: „Óttinn er
bara hugarburður."
Allir þeir, sem ekki ætluðu í
Blikkgæsarflugið, voru í himna-
skapi. Einn varaformaður fé-
lagsins minntist þess, að i einní
slíkri flugferð í gamla daga
hafði hann „kastað upp alla leið
frá Burlingame til Winslow.“
Þegar þjónn einn missti bakka i
veizlunni, hló Charles Tilling-
hast, forseti félagsins, og sagði,
að þessi hávaði hefði liklega
komið, þegar ein af flugvélum
hans var að lenda.
Okkur var sagt, að „Blikkgæs-
in‘ okkar væri ein af tiu slikum
„gæsurn", sem enn héngju nokk-
urnveginn saman. Ein er í Ford-
safninu í Dearborn í Michigan-
fvlki, þar sem hún á sannarlcga
lieima. Okkar „gæs“, sem var