Úrval - 01.09.1964, Side 56
54
ÚRVAL
ni'imer 414H, hafði veriS próf-
uð af flotanum fyrir 33 árum
og liklega verið dæmd eitthvaS
gölluð. Síðan hafði hún flutt
farþega, flutt tyggigúmíhráefni
suður í Guatemala og sprautað
eitri yfir tatarafiSrildi norður í
Montanafylki. Nú var Blikkgæs-
in eign Johns M. Loucks frá Mon-
mouth í Illinoisfylki, en Iiann
ferðast á henni á milli flugsýn-
inga víðs vegar um landið og
fcr þar í hringflug með þá, sem
þess æskja, gegn þriggja dollara
greiðslu á mann. TMrA hafði nú
leigt Blikkgæsina og núverandi
áhöfn hennar til þess að svið-
setja hið fyrsta áætlunarflug fé-
lagsins yfir þver Bandarikin.
Þegar ég sá flugvélina, gerði ég
ráð fyrir því, að hún ætti eftir
að fljúga um 6 mílur, þangað
til hún geispaði golunni.
Flugmaðurinn oldcar var 39
ára að aldri og hét .Taclc Mars-
hall. Hann hafði flogið í Kóreu-
styrjöldinni, dreift skordýra-
eitri yfir akra í Bandarikjunum
og flogið hringflug með áhorf-
endur á flugsýningum. Þessi
starfsferill lians varS til þess,
að manni datt ósjálfrátt í hug,
að lieppnin væri í þann veginn
að snúa algerlega við honum
bakinu. Hinn flugmaðurinn hét
Dave Runyan og var 24 ára að
aldri eða áratug yngri en sjálf
flugvélin.
AS vissu leyti mátti segja, að
Blikkgæsin, sem stóð þarna böð-
uð flóðljósum, er við komum á
flugvöllinn í Los Angeles kluklc-
an 4.30 að morgni í hinni al-
kunnu reykjarþoku borgarinnar,
hafi samt orðið til þess að auka
öryggiskennd okkar, því að ó-
sjálfrátt datt manni í hug, að
gæti þetta „apparat“ flogið, gætu
allir hlutir flogið. Hreyflarnir
tveir, sem voru sinn hvorum
megin skrokksins, voru umlukt-
ir einhverju málmhylki, sem leit
út likt og ónýtur mjólkurbrúsi
með rifum á, sem fest hefði ver-
ið saman meS stórum öryggis-
nælum. Þriðji hreyfillinn, sem
var fremst framan á skrokknum,
var þannig staðsettur, að hann
varð uppáhaldshreyfill sumra
farþeganna. Það var sem sé ó-
mögulegt að sjá, hvort hann var
í gangi eða ekki, og þannig gafst
manni færi til að einbeita at-
hyglinni að hinum tveimur.
Hjólin voru fest á málmstoðir,
og við þau var einnig fest mjó-
um stálvír, sem hefur áreiðan-
lega haft þvi hlutverki að gegna
að halda í þau, ef þau byrjuðu
að losna af. Farþegaklefinn var
klæddur rifnum mahognyplöt-
um, og í honum voru 15 málm-
sæti, sem titruðu eins og megr-
unarvélar. Spjald, sem á stóð:
„Reykingar bannaðar“, var neglt
fast á vegginn til þess að minna