Úrval - 01.09.1964, Page 57
SÖGULEG FUGFERÐ
oo
okkur á, að bensíngeymarnir
voru beint yfir hðfðum okkar,
og við tókum brátt til að hlakka
til aS finna lykt af nýju bens-
íni í klefanum eftir hverja lend-
ingu, því að lyktin merkti, aS
flugmennirnir hefSu þó munaS
eftir að taka nýjar bensinbirgð-
ir. Dekurbörnum nútímaþotanna
er ekki tilkynnt um slík smá-
atriði.
Spjald noklcurt var viS stýris-
útbúnaðinn, og á því stóð:
„Bannað að láta flugvélina
„spinna“ að yfirlögðu ráði.“
Flugmennirnir gátu rennt hlið-
argluggunum frá, og var það
mjög þægileg't, því að það kom
oft móða á rúðurnar framan á
flugvélinni, og þá gátu þeir teygt
handlegginn út um gluggann og
þurrkað af riiðunum með papp-
irsþurrkum.
Hið eina á sviði flugmálanna,
sem virðist litlum breytingum
hafa tekið, er viðhorfið til far-
angursins. Flugvélin okkar tók
reyndar ekkert af farangrinum,
heldur var hann sendur með
annarri flugvél til Kansas City,
en ])að var öruggt merki um,
að við mundum gista á einhverj-
um öðrum stað, t. d. Wichita,
enda reyndist svo vera. Svo var
farangurinn olckar sendur frá
Kansas City til Newark, og þá
eyddum við auðvitað næstu nótt
i Columbus í Ohiofylki.
Prófunin var auðvitað fólgin
í því, að koma „kassanum“ okk-
ar á loft, og við hverja tilraun
til þess var ég i vafa um, að
þaS tækist nokkurn tíma. Sam-
tals urðu tilraunir þessar 13 að
tölu. Við brunuðum eftir braut-
inni, bláir logar spýttust út úr
hægri hreyflinum, en reykur út
úr þeim vinstri. En svo kom-
umst við loks á loft. Og þegar
við hurfum inn i geysilegan,
gráan reykþokumökk uppi yfir
Los Angeles, fengum við tæki-
færi til þess að njóta þeirrar dá-
samlegu æsingar og eftirvænting-
ar, sem það hefur í för með sér
aS vita, að enginn ratsjárútbún-
aður er með i förinni. FlugmaS-
urinn sá ekki feti lengra en við
hin.
Og við áttum eftir að njóta
ýmislegs annars, sem flugfarþeg-
um nútímans stendur alls ekki
lengur til boSa. Ef við þurftum
að fara á salernið, þá raskaðist
jafnvægi allrar flugvélarinnar
og flugstjórinn varð að gera sér-
stakar ráðstafanir viðvíkjandi
stjórn hennar og leit um leið
grimmdarlega á okkur. Upphit-
unar- og kælikerfi farþegaklef-
ans var fólgið í nokkrum papp-
irsþurrkum, sem stungið var í
loftopið ofan gluggans, ef óskað
var eftir liita, en teknar voru
burt, ef óskað var eftir kælingu.
Þegar kalt var, vöfðum við dag-