Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 67
NÝJA GUINEA — LANDIÐ, SEM TÍMINN ...
65
fjöllum eyjarinnar, nmvafið dul-
úð hins óþekkta.
Það var töfrahrópið „Gull“,
sem varð fyrst til þess að lyfta
þessari dularblæju. Orðrómur
um, að þessi eftirsóknarverði
málmur fyndist að haki fjall-
anna, tók fyrst að breiðast út
eftir fyrri heimsstyrjöldina, og
nú tóku ævintýramenn að halda
þangað. Fáir þeirra komust aft-
ur niður til strandarinnar. Einn
þeirra, sem komst, var furðuleg-
ur náungi, sem gekk undir nafn-
inu Park krókódílsauga. Hann
var ástralskur námumaður.
Krókódílsauga lagði af stað inn
í þétta frumskóginn i Kuper-
fjöllum. Hann lifði af árásir
Kukukukuflokksins og virtist
hafa hitt á óskastund, því að
hann fann hinar geysiauðugu
gullæðar við Korangalæk nálægt
Bulolo.
Þessi gullfundur kom af stað
miklu kapphlaupi. Það er þess-
um gullleitarmönnum að þakka,
ásamt stjórnareftirlitsmönnun-
um, sem urðu að halda á eftir
þeim til þess að bjarga þeim
og hafa einhvern hemil á þeim,
einnig trúboðunum, sem héldu
hrátt i slóð þeirra, já, það er
öllum þessum mönnum að þakka,
að hin dýrlegu hálönd Nýju Gui-
neu voru könnuð og „opnuð“.
Það má enn finna marga þessa
frumherja á kránum i Port Mor-
esby, Lae, Madang, Goroka og
Mt. Hagen eða á myndarlegum
búgörðum, þar sem þcir hafa
komið sér vel fyrir. Við hittum
t. d. Leahybræðurna, sem eru
furðulegir í hæsta máta. Þeir
bera enn ótal ör eftir spjóts-
stungur á líkama sínum, spjóts-
stungur, sem riðu þeim næstum
að fullu. Þeir voru meðal þeirra,
sem fyrst náðu til Edielæks, og
þar börðust þeir við Kukukuku-
menn með annarri hendi, en
skoluðu gullsand með hinni.
Síðan brutust þeir mörg hundruð
mílur lengra inn í hálöndin og
urðu stöðugt að verjast árásum.
Og að lokum gerðist það árið
1933, að þeir litu, fyrstir hvitra
manna, hinn mikla Wahgidal,
sem var mönnum alls ókunnur.
Úr Ewungalæknum í dal þessum
náðu þeir Michael og Dan Lea-
hy að lokum 70.000 sterlings-
punda virði af gulli.
Michael Leahy, sem nú er 60
ára að aldri, býr í Zenag, en þar
á hann stóra nautahjörð, 1200
að tölu. Dan, sem er fimmtugur,
býr enn í Wahgidal, en þar á
hann dáfagra plantekru, sem er
1500 ekrur að stærð. Nú kennir
hann sonum þeirra manna, sem
eitt sinn reyndu að drepa hann,
kaffirækt og hvetur þá til þess
að hefja ræktun plantekra upp
á eigin spýtur.
Ástralíustjórn reynir af öllum