Úrval - 01.09.1964, Page 73
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
71
að þeir væru jafn læknislausir
og áður. Fyrir þá var álika erf-
itt að sækja lækni að Sævar-
landi og til Húsavíkur. Auk þess
var Sævarland frekar afskekktur
bær í þá daga. En i dag liggur
bilvegurinn yfir Öxarfjarðar-
heiði beint niður að túninu á
Sævarlandi. Já, svo er margt
breytt frá þvi, sem áður var.
Björn Blöndal læknir var faðir
Gunnlaugs Blöndal listmálara.
Átti hann ekki langt að sækja
listhneigðina, þvi að móðir
Björns læknis var dóttir Svein-
bjarnar Egilssonar, rektors, en
systir Benedikts Gröndals, hins
inikla snillings.
Björn Blöndal sat að Sævar-
landi í níu ár, þvi að hann flutti
á burt árið 1899. Eftir það var
héraðið læknislaust fjögur og
hálft ár.
Um gangnaleytið haustið 1903
barst sú l'regn um liéraðið, að
nýr læknir hefði verið skipað-
ur héraðslæknir i Öxarfjarðar-
héraði og skyldi hann sitja vest-
an Öxarfjarðarheiðar. Var al-
mennt talið, að forgöngu um
þetta hefði haft hinn nýi og
ötuli alþingismaður Norður-
Þingeyinga, séra Árni Jónsson
á Skútustöðum. — Vitanlega var
reynt að spyrjast fyrir um það,
hver hann væri, þessi nýi lækn-
ir. En það gat víst enginn svar-
að því, nema hinn margfróði
séra Þorleifur að Skinnastað.
Hann gat upplýst það, að maður-
inn héti Þórður Pálsson, fæddur
1876, sonur hins þjóðkunna
prests, séra Páls Sigurðssonar,
sem jafnan var kenndur við
Gaulverjabæ. Margir höfðu lesið
sögu hans „Aðalstein“ og höfðu
inikið dálæti á þeirri bók. Og
„Prédikarnir“ séra Páls náðu
mikilli útbreiðslu í héraðinu,
þegar þær komu út.
En séra Þorleifur gat lika frætt
okkur um annað. Hann nefndi
það ekki, að Þórður hefði fengið
afar lága einkunn við embætt-
isprófið. En hann fullyrti, að
hann væri annar bezti söngvari
á íslandi. Enginn nema séra
Geir Sæmundsson á Akureyri
væri honum fremri á því sviði.
Og þó liefði Þórður meiri rödd
og viðara raddsvið. En eins og
allir vita, var séra Geir talinn
bezti söngvari á íslandi á þeim
árum. Fregn þessi vakti furðu
mikla i héraðinu og jafnvel
óttablandna hrifningu. Menn ótt-
uðust, að slíkur heimsborgari
ætti erfitt með að sætta sig við
þau kjör, sem liægt var að bjóða
honum. Þvi að enginn var lækna-
bústaðurinn til, svo að það varð
að hola honum niður á einhverj-
um sveitabænum. En slíkum
manni var ekki bjóðandi inn í
lélegan torfbæ. En þó urðu hér-
aðsbúar að bragði skelfdir, er