Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 74
72
ÚRVAL
þeir fréttu, hver kona hans var.
llún var dóttir hins þjóðkunna
manns, Björns Jónssonar, ísa-
foldarritstjóra, síðar ráðherra
og hét Guðrún. Vitanlega hlaut
hún að vera alin upp við auð og
allsnægtir og glæsileg húsakynni,
svo að óhugsanlegt var, að hún
sætti sig við þau kjör, sem hér
voru fyrir hendi. Þetta var al-
varlegt vandamál.
Ráðamenn héraðsins komu
saman á fund til að skeggræða
um það, hvar helzt væri hægt
að útvega læknishjónunum bú-
stað. En hér var ekki um marga
staði að velja. Flestir bæir voru
svo illa hýstir, að þeir komu
ekki til greina sem læknisbústað-
ur. En þeir fáu bæir, sem voru
sæmilega hýstir, voru ekki fá-
anlegir, sökum þess að þar var
svo margt fólk fyrir, svo að ekk-
ert rúm var þar fyrir læknis-
hjónin. Og svo var búizt við
því, að þau væru svo stolt og
dreyssug, að ekkert keppikefli
væri að taka þau i hús sín. Þau
myndu vitanlega finna að öllu
og vanmeta allt, sem fyrir þau
væri gert.
Eftir miklar bollaleggingar og
ráðabrugg varð sú niðurstaðan,
að Ærlækjarselsbændur, þeir
heiðursmennirnir Björn og Stef-
án Sigurðssynir, gáfu kost á þvi,
að veita læknishjónunum húsa-
slcjól yfir veturinn og var vitan-
lega á það fallizt. Húsakynnin
í Ærlækjarseli voru að þvi leyti
betri en annars staðar, að fram-
bærinn var allur þiljaður i liólf
og gólf. Þar fengu þau hjónin
eina stofu og dyraloft til umráða,
svo og litla kompu sem nefnd
var „Dyrhús.“ Við þessi húsa-
kynni sættu þau sig furðanlega,
þegar til kom.
Svo var það einn kaldan haust-
dag, að þau læknishjónin stigu
á land á Húsavík. Einhverjir
Norður-Þingeyingar voru þar til
staðar til að taka á móti þeim
og flytja þau landveg, ásamt far-
angri þeirra, alla leið austur í
Öxarfjörð. Á þeirri leið var snar-
brattur og erfiður fjallvegur.
Og svo var Jökulsá enn þá ó-
brúuð, og yfir hana þurfti að
fara.
Ferðin tók tvo daga. Fyrri
daginn var farið að Víkinga-
vatni, sem var stórbýli, og gist
þar. Daginn eftir var farið upp
að Keldunesi. En í þá daga rann
meginvatnið úr Jökulsá rétt við
túnið á Keldunesi, þar sem nú
má ganga þurrurn fótum. Varð
því að ferja fólk og farangur
yfir ána, en sundleggja hestana
í haustnepjunni. Eftir að komið
var yfir Stórá, en svo var hún
nefnd þessi aðalkvísl Jökulsár,
var sæmilega greiðfær leið alla
leið að Ærlækjarseli. Og um
kvöldið voru þau komin á á-