Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 83
ELÍSABET DROTTNING OG JARLINN .. .
81
neitt, sem var vansæinandi fyrir
stöðu hennar.
Auk þess fór þvi svo fjarri,
að dauði Amy Robsart gerði
þeim Róbert og Elísabetu fært að
giftast, að hann þvert á móti
gerði þeim það ókleift með öllu.
En jafnvel þótt Elísabet væri
fastákveðin í því, að ganga ekki
í hneykslanlegt hjónaband, sem
kynni að setja drottningartign
bennar í hættu, kærði liún sig'
kollótta um þótt hún gengi fram
af hirð sinni með persónulegu
framferði sínu. Hún var dóttir
föður síns, og það er sagt að
hún hafi svallað og bölvað eins
og karlmaður. Samband hennar
við Dudley var jafn innilegt og
áður, eftir dauða konu hans.
En hámarki náði hin opinbera
hneykslun á sambandi þeirra
fjórum árum síðar, við liina
framúrskarandi glæsilegu at
höfn, er Dudley hlaut arfgenga
aðalstign (peer of the realm)
og var gerður Jarl af Leicester,
en þá gekk Elísahet til hans og
snerti háls hans.
En svo greip hún til eins af
þeim brögðum, sem henni voru
svo lagin. Ræði til þess, að kom-
ast i áhrifaaðstöðu við skozku
hirðina og jafnframt kveða nið-
ur umtalið um hana sjálfa og
Leicester, þá stakk hún upp á
því, að Leicester gengi að eiga
Maríu Skotadrottningu. Það er
varla hægt að búast við, að hinn
nýi jarl hafi verið ákaflega hrif-
inn af þeirri hugsun að eiga
að vera verkfæri Elísabetar á
á þennan hátt, enda þótt Maria
væri ung og sjáleg kona. En
hvað sem um það var, þá gerði
María út um málið með þvi að
skjóta sig i Darnley og giftast
honum.
Eitt af hinum skrítnustu atvik-
um i hinu grugguga ástarævin-
týri Elísabetar drottningar og
Jarlsins af Leicester gerðist í
sambandi við þá tilraun að láta
Elisabetu giftast frönskum prinsi.
Katrin af Medici, ekkjudrottning
Frakklands, komst að þeirri
niðurstöðu, að fjórði sonur henn-
ar, Hercule, Duc d’Alengon (her-
togi af Al.) væri tilvalinn eig-
inmaður fyrir Englandsdrottn-
ingu, og sendi Jean de Simier,
einhvern hirðsiðameistara, til
Lundúna til þess að mæla fyrir
þessu hjónabandi.
Elísabet veitti sendimannin-
um lijartanlegar móttökur, og
virtist taka uppástunguna til
yfirvegunar. En jafnframt flækti
liún málið með því, að taka þeg-
ar að daðra ákaflega við sendi-
manninn, de Simier. Hún tók
á móti hinum glæsilega Frakka
í áberandi flegnum kjól, og gerði
hann á fleiri vegu svo ruglað-
an i ríminu, að það er hugsan-
legt að hann hafi ekki verið sér