Úrval - 01.09.1964, Page 84
82
ÚRVAL
þess fyllilega meðvitandi, hvað
hann var að gera við þessa und-
arlegu, ensku liirð.
Leicester var óður af reiði.
Hann barðist gegn hjónaband-
inu af stjórnmálaástæðum — og'
vera má að hann hafi einnig
verið afbrýðissamur við sendi-
boðann.
Einhver ókunn persóna gerði
tilraun til að byrla de Simier
eitur. Leicester var grunaður.
Drottningin svaraði þessu með
enn nánari umgengni við Simier.
Hfin tók hann með sér til Green-
wichhallar og fékk honum ibúð
þar hið næsta sér.
Og nú komst Simier yfir leynd-
armál, sem hann taldi liklegt
að gæti leitt til þess, að sendi-
för hans heppnaðist að fullu.
Hann komst sem sé að því, að
Leicester var leynilega kvæntur
einhverri Lettice Knollys, og
hann tilkynnti það drottning-
unni.
Elísabet varð óð af reiði.
Hún lét kasta Leicester í fangelsi
og undirritaði vegabréf handa
Duc d’Alengon til að koma til
Englands í heimsókn.
Alen^on kom, og það hlýtur
að liafa verið sú heimsókn, sem
gerði enda á öllum bollalegging-
um um hjónaband þeirra — hafi
Elísabetu þá nokkurn tíma í
alvöru dottið slíkt í hug, sem er
vafasamt. Drottningin var um
þetta leyti farin að nálgast
fertugsaldurinn, og farin að sýna
þess merki, að hún væri að verða
sú ósveigjanlega einráða kona,
sem hin fræga Elísabet Eng-
landsdrottning var á síðari rikis-
stjórnarárum sínuin. Alengon
var hins vegar naumast komin
af æskualdri.
Við ensku liirðina var hann
kallaður „The Frog“ („froskur-
inn“, enskt spaugsyrði um
Frakka), sennilega i fyrsta sinn,
sem það nafn var notað um
franskan mann.
Elísabet dró giftingarmálið á
langinn. Leichester var auðvit-
að sleppt úr haldi, og hann hélt
áfram að berjast gegn gifting-
unni. Eftir langar samningaum-
leitanir féll málið niður — og
samtímis hafði Elísabet náð
þeim aldri, að gifting hennar var
ekki lengur neitt sérstakt keppi-
kefli.
Ástaræfintýri Leicesters með
Elísabetu varð honum vissulega
til mikilla vonbrigða. Þau kynnt-
ust í fangelsi, þau voru saman
á blómlegustu þroskaárum og
fyrstu ríkisstjórnar hennar, þau
áttu saman allmörg ár i nánum
félagsskap og vináttu, en atvik-
in og lundarfar Elísabetar komu
í veg fyrir, að þau næðu neinu
þráðu marki.
En á síðari árum hans, þegar
ástin var kulnuð, gafst jarlinum