Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 92
90
URVAL
stoðarmanní, sem væri vel að
sér í efnafræði og lífeðlisfræði.
Kostnaðurínn af þessum hæ-
versku tilmælum var í hæsta lagi
100 dollarar. Þetta ætlaði hann
að láta nægja til þess að sigrast
á sjúkdómí, sem læknar höfðu
í langan aldur staðið ráðþrota
gegn: hinum miskunnarlausa
morðvargi, sykursýkinni (dia-
hetes)!
„Þér lesið frönsku, er ekki
svo?“ spurði Banting. Ég sagðist
gera það. „Þá skulum við fara í
bókasafnið,“ sagði hann, „og at-
huga, hverníg Frakki, að nafni
Hédon, fór að því að taka bris-
kirtil (pancreas) úr hundum.“
Þannig var byrjunin.
Báðir þekktum við ógnir syk-
ursýkinnar — sem grískur lækn-
ír hafði lýst þannig fyrir 2000
árum: „Holdíð bráðnar af
sjúklingnum og seitlar burt
með þvaginu.“ Af einhverjum
ástæðum hættir líkami sjúkling-
anna að brenna sykrinum og
breyta honum i orku. í stað þess
gerist hann ,mannæta‘ og etur þá
fitu og eggjahvítuefni (protein),
sem fyrir hendí eru. Þessu fylgdi
óslökkvandí þorsti, svo að fórn-
arlömbin drukku oft 10—12
lítra af vatni á dag og létu frá
sér álíka magn af sykruðu þvagi.
Og matarlystin var óseðjandi.
Einasta meðferðin við þessu var
strangt mataræði, í þvi skyni
að reyna að bæta úr þessum
röngu efnaskiptum. Þeir, sem
höfðu sjúkdóminn á háu stigi,
höfðu um tvo kosti að velja: að
éta vel i dag og deyja á morgun,
eða að skera næringu sína nið-
ur í nokkur hundruð hitaein-
ingar á dag og tóra þannig um
skeið í kveljandi sljóleika.
Banting hafði séð sykursýkina
breyta 15 ára fjörmikilli bekkj-
arsystur sinni i brjóstumkennan-
legan vesaling, sem lifði aðeins
skamma hríð. Hið sama liafði
ég séð gerast á heimili mínu
í West Pembroke, þar sem
frænka mín, hraust og sterk-
byggð kona um þrítugsaldur,
hjaðnaði niður í 40 kíló, áður
en dauðinn veitti licnni lausn.
Veröldin mundi ekki hafa
talið okkur tvo sérlega sigur-
stranglega i baráttunni við þenn-
an manndrápara. Ég var 22 ára
háskólanemandi, sem var að
vinna að meistaragráðu sinni
(Master of arts) í lifeðlisfræði
og lífefnafræði. Banting hafði
raunverulega enga reynzlu i vís-
indarannsóknum. Að undirlagi
foreldra sinna hafði hann hafið
nám i Meþódistaguðfræði. En
þar sem hann var stirðmáll,
fór liann yfir í læknisfræði.
Hann hafði verið námsmaður
rétt í meðallagi.
Er hann hafði þjónað sem
skurðlæknir í hernum i fyrri