Úrval - 01.09.1964, Side 95

Úrval - 01.09.1964, Side 95
LEITIN AF UNDRALYFINU INSULIN 93 hann særzt illa á hægri hand- legg af sprengjubroti. Læknarn- ir höfðu viljað taka af honum handlegginn, en Banting neitaði og tókst með natni og þolinmæði að fá handlegginn góðan. Nú þurftum við á þrautseigju og þolinmæði að halda til þess að bjarga við áætlunum okkar, sem nú voru hætt komnar. Prófessor John Macleod, yfir- maður lífeðlisfræðideildarinnar, sem hafði veitt okkur skilyrði til að starfa að verkefni okkar, var staddur í Evrópu i fríi. Okk- ur kom saman um, að hann fengi ekkert að vita um þetta óhapp, ef við aðeins héldum áfram. Við tókum aftur til við að skera upp hundana og binda fyr- ir kirtilgöngin, og þetta sinn nægilega vel. Og 27. júlí fengum við fyrstu briskirtlana eins og þeir áttu að vera, fagurlega rýrnaða og samanskroppna. Þeir áttu að hafa hið óþekkta efni að geyma — ef það á ann- að borð var til. Við sneiddum nú kirtlana niður í mortél með kældri Ringersupplausn og frystum blönduna. Síðan létum við hana þiðna hægt, mörðum sundur sneiðarnar og síuðum í gegnum bréfsiu. Við höfðum sykursjúkan hund til taks, sem naumast gat orðið lyft höfðinu. Fred dældi 5 grömmum af seyðinu í æð á hundinum. Okkur sýndist hon- um skána ofurlítið, en sjálfsefjun lætur ekki á sér standa við slík tækifæri. Við urðum að sjálf- sögðu að framkvæma blóðpróf. Ég náði fáeinum blóðdropum úr loppu hundsins og gerði syk- urpróf. Banting stóð yfir mér hálfboginn. Væri mikill sykur í blóðinu, átti práfvökvinn í til- raunaglasinu að verða hárauður. Þvi minni sem sykurinn var, þvi fölari varð rauði liturinn. Við gerðum próf á klukkustund- arfresti, og með hverju prófi dofnaði rauði liturinn. Blóðsyk- urinn fór stöðugt minnkandi ■— úr 0.20% niður í 0.12%. Eðli- legt sykurmagn átti að vera 0.09 af hundraði! Þessi augnablik voru hin mest æsandi á allri ævi Bantings og minni líka. Upp frá þessu unnum við okkur naumast stundarhvíldar: Það þurfti að dæla í hunda, taka úr þeim hlóð til prófunar, og það þurfti að safna þvagi. Á því nær hverri einustu stund sólarhringsins var eitthvert starf í starfsáætlun okkar, sem framkvæma þurfti. Við fleygð- um okkur út af á bekk í rann- sóknarstofunni til þess að fá okkur blund, livenær sem færi gafst frá störfum. En við urðum einnig stöðugt sjónarvottar að nýjum krafta-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.