Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 95
LEITIN AF UNDRALYFINU INSULIN
93
hann særzt illa á hægri hand-
legg af sprengjubroti. Læknarn-
ir höfðu viljað taka af honum
handlegginn, en Banting neitaði
og tókst með natni og þolinmæði
að fá handlegginn góðan. Nú
þurftum við á þrautseigju og
þolinmæði að halda til þess að
bjarga við áætlunum okkar, sem
nú voru hætt komnar.
Prófessor John Macleod, yfir-
maður lífeðlisfræðideildarinnar,
sem hafði veitt okkur skilyrði
til að starfa að verkefni okkar,
var staddur í Evrópu i fríi. Okk-
ur kom saman um, að hann fengi
ekkert að vita um þetta óhapp,
ef við aðeins héldum áfram.
Við tókum aftur til við að
skera upp hundana og binda fyr-
ir kirtilgöngin, og þetta sinn
nægilega vel. Og 27. júlí fengum
við fyrstu briskirtlana eins og
þeir áttu að vera, fagurlega
rýrnaða og samanskroppna.
Þeir áttu að hafa hið óþekkta
efni að geyma — ef það á ann-
að borð var til.
Við sneiddum nú kirtlana
niður í mortél með kældri
Ringersupplausn og frystum
blönduna. Síðan létum við hana
þiðna hægt, mörðum sundur
sneiðarnar og síuðum í gegnum
bréfsiu. Við höfðum sykursjúkan
hund til taks, sem naumast gat
orðið lyft höfðinu. Fred dældi
5 grömmum af seyðinu í æð á
hundinum. Okkur sýndist hon-
um skána ofurlítið, en sjálfsefjun
lætur ekki á sér standa við slík
tækifæri. Við urðum að sjálf-
sögðu að framkvæma blóðpróf.
Ég náði fáeinum blóðdropum
úr loppu hundsins og gerði syk-
urpróf. Banting stóð yfir mér
hálfboginn. Væri mikill sykur í
blóðinu, átti práfvökvinn í til-
raunaglasinu að verða hárauður.
Þvi minni sem sykurinn var,
þvi fölari varð rauði liturinn.
Við gerðum próf á klukkustund-
arfresti, og með hverju prófi
dofnaði rauði liturinn. Blóðsyk-
urinn fór stöðugt minnkandi ■—
úr 0.20% niður í 0.12%. Eðli-
legt sykurmagn átti að vera 0.09
af hundraði! Þessi augnablik
voru hin mest æsandi á allri
ævi Bantings og minni líka.
Upp frá þessu unnum við
okkur naumast stundarhvíldar:
Það þurfti að dæla í hunda, taka
úr þeim hlóð til prófunar, og
það þurfti að safna þvagi. Á
því nær hverri einustu stund
sólarhringsins var eitthvert
starf í starfsáætlun okkar, sem
framkvæma þurfti. Við fleygð-
um okkur út af á bekk í rann-
sóknarstofunni til þess að fá
okkur blund, livenær sem færi
gafst frá störfum.
En við urðum einnig stöðugt
sjónarvottar að nýjum krafta-