Úrval - 01.09.1964, Síða 102
100
URVAI.
þar sem tölurnar tákna tölu blað-
síðunnar, sem orðið er á, og
livert orðið er i röðinni á þeirri
siðu. Ef ég nota orðabókina mína
og vil senda orðsendinguna
„Come home on Friday“ (komdu
lieim á föstudag), þá get ég skrif-
að liana þannig með dulletri:
10417 39536 58711 33229. Orðið
„come“ er á blaðsíðu 164, og er
þar 17 orðið i röðinni. Fyrstu
þrír tölustafirnir i tölunni tákna
blaðsíðutöluna, en tveir síðustu
tölustafirnir tákna hvert orðið
er i röðinni á þeirri blaðsíðu.
Sá, sem sendir dulskeytið, og sá,
sem ræður það, verður að vera
alveg viss um, að hinn aðilinn
noti sömu orðabók.
í dulleturskerfi er hægt að
tákna dulletursorð með öðru
orði, orðasambandi, setningu
eða heilli málsgrein. Þegar um
leynistafi er að ræða, þá er hver
stafur upprunalegu orðsending-
arinnar táknaður með vissum
bókstaf, tölustaf eða tákni i dul-
skeytinu. Því geta leynistafirnir
veitt sendandanum enn meira
frjálsræði, því hann getur sent,
hvaða orðsendingu sem er, get-
ur breytt sérhverri hugsun sinni
í orð, en er ekki bundinn við viss
orð. Dulletursfræðingar nota
tvenns konar leynistafaaðferðir.
Önnur er fólgin i breyttri niður-
röðun stafa (transposition) og'
hin í því, að aðrir stafir eru
látnir koma í stað hinna raun-
verulegu stafa (sUbstitution),
þ. e. skipt um stafi.
Setningin (á ensku): „Nac uoy
daer siht“ er gott dæmi um
breytta niðurröðun stafa. Sér-
hvert orð orðsendingarinnar
hefur bara verið skrifað með
öfugri stafaröð (Can you read
this: Getið þér lesið þetta?).
Hægt ef að gera orðsendinguna
flóknari með því að snúa svo
setningu hinna öfugu orða við,
þannig að setningin komi öfug:
„Siht daer uoy nac“. Sé nú byrj-
að aftast á setningunni og hvert
orð lesið aftur á bak, kemur
merkingin i Ijós: Can you read
this? í þessu er fólgin grundvall-
arregla leynistafa, sem byg'gj-
ast á breyttri niðurröðun stafa
þ. e. stöfum og orðum hinnar
upprunalegu, skiljanlegu orð-
scndingar er raðað niður á
breyttan hátt.
Bandarískur hermaður, sem
var að leggja af stað til her-
stöðva erlendis í síðari heims-
styrjöidinni, skýrði fjölskyldu
sinni frá ákvörðunarstað sínum
með breyttri niðurröðun stafa
þrátt fyrir stranga ritskoðun
hersins. Hann sagði þeim, að
liann myndi nota breytilegan
uppliafsstaf fyrir síðara skírnar-
nafn föður sins á umslagi livers
bréfs, er hann skrifaði heim, og
ætlaði hann þannig að að stafa