Úrval - 01.09.1964, Síða 121
Efí TÍMATAL OKKAfí ORÐIÐ ÚRELT?
119
ekkert vikudaganafn. Báðar á-
ætlanirnar gera ráð fyrir reglu
gregoríanska tímatalsins við-
vikjandi hlaupárum. Samkvæmt
báðum áætlunum myndi sama
dag ársins ætið bera upp á sama
vikudag. Þannig yrði nýársdagur
ætíð á sama vikudegi og mánað-
ardegi, og sama gildir um aðra
hátíðisdaga.
Hið alþjóðlega og fastákveðna
tímatal gerir ráð fyrir 13 mán-
uðum, sem hafa allir 4 vikur.
Samkvæmt heimstímatalinu er
árinu skipt í 4 ársfjórðunga,
sem hver hefur 13 vikur. Hver
ársfjórðungur hefst í mánuði,
sem hefur 31 dag, en á eftir
fylgja tveir mánuðir, sem hvor
hefur 30 daga. Sumir stuðnings-
menn þessa timatals stinga einn-
ig upp á þvi, að allir hátíðisdag-
ar verði látnir bera upp á mánu-
dag til þess að helgin yrði lengri.
Þessir 4 ársfjórðungar, sem hver
hefur 91 dag, liafa aðeins 304
daga samanlagt. Viðbótardagur-
inn kæmi svo í árslok og nefnd-
ist Heimsdagur. Þegar hlaupár
er, hefði júnímánuður aukadag.
Stuðningsmenn þessa tímatals
eru á þeirri skoðun, að það sé
hlutverk safnaðanna að ákveða
dagsetningu páskanna.
Slíkt óbreytanlegt, stöðugt
timatal, er næði til alls heimsins,
myndi auðvelda útreikning
vaxta, tolla og skatta og samn-
ingu ferðaáætlana fyrir farar-
tæki. Þá yrðu skólaleyfi og sum-
arleyfi fastákveðin.
En það er einnig um ókosti að
ræða. Einn er fólginn í því, að
við höfum notað gregoríanska
tímatalið öldum saman. Það hef-
ur dugað okkur vel, og oft hefur
fólk á móti breytingum. Ilinn
aukalegi dagur í árslok myndi
gera það að verkum, að hinn
kristilegi hvíldardagur yrði ekkí
alveg reglulegur. Þar að auki
hafa strangtrúaðir Gyðingar og
sjöundadags aðventistar mikið
á móti þessari hugmynd.
Það virðist óvíst, hvort við
rnunum taka upp nýtt timatal
nú eða einhvern tima í fram-
tíðinni. Yfirlýsing Vatikanráðs-
ins gæti orðið til þess að hraða
endurbótum á tímatalinu. En
mörg lönd voru mjög treg til
þess að taka upp gregorinnska
tímatalið, og sé sú staðreynd
höfð til hliðsjónar, þá er það
líklegt að við munum búa við
sömu tímatalsvandkvæðin á
komandi dögum, vikum, mánuð-
um og árum.