Úrval - 01.09.1964, Page 135
TVEIM MÍNÚTUM FYRIR HÁDEGI
133
sjálfútnefndu eftirlitssveitir
virtust vera, en hann gat ekki
gert neitt í máli þessu að svo
komnu. Uchida og aðrir fyrr-
vcrandi ráðherrar, sem skipað
liafði verið að taka til starfa
til bráðabirgða, höfðu ekki held-
ur meiri áhrif. Næstu klukku-
stundirnar reyndu þeir að ráða
fram úr vandamálum þeim, er
mest voru aðkallandi, því að al-
gert öngþveiti var að myndast.
Þeir lögðu hald á matarbirgðir
og komu upp áthlutunarskrif-
stofum. En brátt réðu þeir ekki
við neitt, og var það einkum
vegna hinna geysilegu elda.
HIN LOGANDI „BLÓM í EDO“
Tokyobúar voru vanir miklum
eldsvoðum fyrr og síðar. Á léns-
tímabilinu, þegar borgin hét
Edo, var það málsháttur, að ekk-
ert æviskeið væri fullkomið,
nema viðkomandi hefði lifað
þrjá mikla eldsvoða. Og með
óbugandi stolti, sem blandað
var biturleika, töluðu Japanir
um hina miklu eldsvoða sem
Eclo no hana — blóm Edo.
Brátt fjölgaði þeim reykjar-
súlum stórum, sem Yamamoto
aðmíráll hafði komið auga á,
þar til þær skiptu tugum. Eftir
fyrstu klukkustundina töldu
brunaliðsmenn þær úr varðturni
sínum i miðborginni, og reynd-
ust þá geisa samtals 134 eldar.
Talsímakerfið var alveg óvirkt,
og því sendi slökkviliðsstjórinn
hlaupandi sendiboða til varð-
stjóra 30 slökkvistöðva og skip-
aði þeim að taka sjálfir hinar
nauðsynlegu ákvarðanir viðvíkj-
andi eldunum.
En það var harla lítið, sem
þeir gátu gert. Mörg hinna krók-
óttu öngstræta voru svo þröng,
að brunaliðsbílar gátu ekki ekið
um þau. Þar að auki voru þau nú
full af alls konar drasli og dauð-
skelkuðum manngrúa. IJúsin
við þau voru hreysi lir eldfimum
efnum. Þakskífurnar á þeim
höfðu flestar hrunið niður á
göturnar. Nú kom dálítill vindur,
og þá kviknaði fljótlega í bit-
unum i rjáfri þakanna, því að
neistar og glóð dreifðist um allt.
Og eldarnir héldu áfram að
breiðast út. Margt fólk gerði
enga tilraun til þess að slökkva
í brennandi kolum úr eldavél-
um og ofnum, sem oltið höfðu
um, heldur lét glóðina eiga sig.
Það var vant hinum tiðu elds-
voðum, og í vonleysi sínu áleit
það, að húsin brynnu hvort eð
er; því væri ekkert annað að
gera annað en að bíða, koma
svo seinna og reisa húsin að
nýju. Þetta viðhorf kemur ljós-
lega fram í algengum japönsk-
um málshætti: „Dett sjö sinnum,
rís á fætur átta sinnum.“
Síðari hluta dags urðu hinir