Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 146
144
ÚRVAL
míráll, frétti um atburðina meS
útvarpsskeyti frá Yokohama.
Hann hlóð skipin ölluin þeim
hirgðum, sem fyrir hendi voru,
og skipaði öðrum bandarískum
skipum að leggja af stað til Yoko-
hama, jafnvel skipum, sem voru
stödd í Manila. Hann hraðaði
för sinni svo til borgarinnar,
að þegar hann kom þangað inn-
an tveggja sólarhringa, rauk enn
úr rústunum og olíubrákin á
höfninni logaði einnig enn.
Bandarísku sveitirnar komust
að því, að í höfninni var flutn-
ingaskip hlaðið Ford-vörubif-
reiðum. Þær lögðu þegar hald
á afla bílana og voru brátt teknar
til að aka matvælum og lyfjum
í tonnatali á ýmsa staði. Vikum
saman voru þessir bilar helztu
flutningatækin á jarðskjálfta-
svæðinu. Landgönguliðar flotans
voru einnig sendir í land tií þess
að ryðja burt hindrunum af
götum og vegum, byggja bráða-
birgðahafnargarða úr flothylkj-
um og koma upp tjaldborg fyrir
flóttamenn við liöfnina i Yoko-
hama.
Innan sólarhrings frá fyrstu
kippunum fór Calvin Coolidge
forseti fram á 5 milljón dollara
aðstoð Japan til handa, og átti
að vera nm almenn samskot að
ræða. Þetta kvöld gengu þúsund-
it- starfsmanna Hjálpræðishers-
ins um stræti New Yorkborgar,
hrópuðu: „Bjargið Japan!“ og
seldu vegfarendum gervikirsu-
berjablóm flóttamönnum til
styrktar.
Ameríska Silkifélagið hélt taf-
arlaust fund og lagði fram 400.
000 doliara. Ein fjölskylda,
R o c k e f c 11 e r fj ö 1 s k y 1 d ,a n, lagði
fram 200.000 dollara. San Fran-
ciscoborg, sem Japan hafði gef-
ið 100.000 dollara eftir jarð-
skjálftann þar árið 1900, endur-
galt nú gjöfina með því að senda
Japönum 500.000 dollara. Chic-
ago lagði fram 000.000 dollara.
Á nokkrum dögum komust sam-
skotin í Bandaríkjunum upp i
10 milljónir dollara eða tvöfalda
jiá upphæð, sem forsetinn liafði
farið fram á. Fé þetta var notað
til þess að kaupa timbur, mat-
væli, tjöld, teppi og lyf, og hjálp-
argögn þessi tóku að berast til
Japan innan tveggja vikna.
Um miðjan september sendi
Yamamoto forsætisráðherra eft-
irfarandi skeyti til Washing-
ton: „Efnaleg lijálp og samúðar-
kveðjur hafa þegar tekið að
streyma hingað, og japanska
þjóðin er þegar tekin að berjast
við afleiðingar þessara einstæðu
ógna. Hið auðsvnda örlæti hef-
ur snortið hjarta þjóðarinnar,
og þess mun ætíð verða minnzt
með eilífu þakklæti.“ Aðrar orð-
sendingar bárust frá keisaranum,
frá ráðherrum og sendiherrum.