Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 152
150
ÚRVAL
að sig langaði til að vita, hvern-
ig hann gæti orðið betri eigin-
maður. Fræðarinn talaði nú eins-
lega við hr. Carter og spurði:
„Hvers vegna ásakið þér sjálf-
an yður svo mjög? Getur ekki
verið að konan yðar sé nokkuð
kröfuhörð: „Hún gerir sjálfan
sig' að píslarvotti, finnst yður
það ekki?“ Eftir þennan byrjun-
arárangur tókst svo fræðaranum
smám saman að veita hjónunum
nýjan skilning á hegðun sinni
og vandamálum og byggja upp
betra hjónaband á jseirri undir-
stöðu.
Einn mikilhæfasti hæfileiki
fræðarans er sá, að geta lagt
fyrir skjólstæðinginn slíkar
spurningar, sem komi honum
til að kanna að nýju tilfinning-
ar sínar og hvatir. Á þann hátt
getur fræðarinn leitt skjólstæð-
ing sinn út úr örvæntingu og
sjálfsmeðaumkun, hjálpað hon-
um til að skilja, hvað að er að
hjónabandinu og hvers vegna,
og leitt hann inn á hugsanleg-
ar leiðir til að bæta úr því og
þar með ieysa vandann.
Flestir, sem að slíkum leið-
beiningum starfa, kjósa fremur
að ræða við manninn og konuna
sitt í hvoru lagi og síðan bæði
sameiginlega. Fyrir kemur að
annaðhvort maðurinn eða kon-
neiti öllu samstarfi. En venju-
lega komast fræðararnir að raun
um, að ef fræðslan liefur ein-
hver áhrif til bóta á annan að-
ilann, þá muni liinn aðilinn
einnig brátt koma. Einn þekktur
fræðari heldur því fram, að oft
nægi að veita aðeins öðru lijón-
anna fræðslu, til þess að rétta
hjónabandið við.
Engin leið er að segja fyrir
fram hve langan tíma fræðslan
muni taka. Smávægileg vanda-
mál, kann að mega leysa með
örfáum viðtölum. (Viðtalið tek-
ur venjulega 50 mínútur.) Sé
um alvarlegt ástand að ræða,
getur verið að það kosti viku-
leg viðtöl í heilt ár eða lengur.
Skjólstæðingurinn er aldrei lát-
inn skuldbinda sig til ákveðins
fjölda viðtala; hann getur látið
þeim lokið hvenær sem hann
vill. Það eru aðeins svikafræð-
arar, sem gefa loforð um „skjót-
an árangur."
Sérfræðingum telst til að 70
af hundraði hjóna komi fræðsl-
an af notum, 25 af hundraði
hafi hennar engin not, og í 5
tilvikum af hundraði verði
hjónabandið verra en áður. Að
fræðslan hafi borið árangur
þarf ekki nauðsynlega að þýða
það, að sættir hafi tekjzt eða
hjónabandinu verið bjargað við.
Stundum telur fræðarinn mál-
um bezt borgið með því, að
skjólstæðingnum skiljist, að væn-