Úrval - 01.09.1964, Síða 154
152
ÚRVAL
an getur hann samið fjárhags-
áætlun fyrir hjónin og komið
konunni á námskeið í heimilis-
hagfræði, í þvi skyni að bæta
hússtjórn hennar.
Önnur aðferðin er í því fólg-
in, að fræðarinn snýr sér ein-
göngu að því vandamáli sem
snertir skapgerð eða persónu-
leika annars makans. T. d. gæti
i afstöðu eiginmannsins til pen-
inga,komið í Ijós eins konar geð-
truflun. Með því að neita lconu
sinni um peninga, er hann að
láta í Ijós kvenhatur sitt. Hugsan-
legt væri að fræðsla fengi því
áorkað að maðurinn öðlaðist
þann skilning, sem nægði til þess
að hann breytti hegðun sinni.
Þriðja aðferðin — sem lang-
flestir fræðarar nota -— gerir
sér far um að sameina hinar
tvær. Dr. Aaron Rutledge, for-
stjóri Merill-Palmerstofnunar-
innar i Detroit fyrir hjónabands-
fræðslu og geðlækningar, sagði
mér að skoðun flestra hjúskáp-
arfræðara væri sú, að ,,ef annað-
hvort væri einhliða tekið fyrir,
örðugleikar hjónabandsins eða
persónuleikinn, án þess að gefa
neinn gaum að hinu, væri vís-
asti vegurinn til þess að hjóna-
bandið liði algert skipbrot.“
Oft veita prestar hjúskapar-
fræðslu. Gagnrýnendur lialda
þvi fram, að viðbúið sé, að þeir
starfi fremur af innblæstri en
með hlutlægri rannsókn, enda
séu þeir oft of nákomnir þeim
sem þeir eiga að fræða, til þess
að geta verið óhlutlægir. En
margir prestaskólar (kaþólskir)
hafa hætt við námskeiði í hjú-
skaparfræðslu, og margir prestar
hljóta verklega þjálfun í beztu
fræðslustofnunum.
Mikill hluti hjúskaparfræðsl-
unnar er veittur af lærðum
starfsmönnum í opinberum og
einkavelferðarstofnunum. Sam-
band amerískrar fjölskyldu-
hjálpar segir að meira en helm-
ingur þeirra 300000 tilfella, sem
hinar 309 stofnanir þess fái til
meðferðar árlega, séu í sambandi
við hjúskaparörðugleika. „Hjú-
skaparfræðsla i sambandi við
fjölskylduhjálp hefur þann stóra
kost,“ segir Henry Freemann,
framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og
Barnahjálparinnar í Pittsburgh,
að hún getur tekið fyrir margar
hliðar hjúskaparvandamálsins
samtímis.
„Nýlega leitaði kona hjálpar
okkar til þess að koma i veg
fyrir að eiginmaður hennar
yfirgæfi hana. Hjónin áttu i fjár-
liagsörðugleikum, auk þess sem
andlegt samband þeirra var erf-
itt. Börnunum gekk illa i skól-
anum og maðurinn átti í erfið-
leikum í starfi sínu. Þar sem
einkafræðari hefði aðeins get-
að veitt sjálfum hjónunum