Úrval - 01.09.1964, Page 155
HJÚSKAPARFRÆÐSLA OG ...
153
íræðslu, gat fjölskylduhjálpin
hins vegar beitt sér á fleiri víg-
stöðvum — hjálpað börnunum
með Jjví að skýra skólastjórn-
inni frá, hvernig ástatt væri á
heimilinu, leggja á ráð til þess
að útvega bankalán og létta
þannig fjárhagsáhyggjum af
fjölskyldunni o. s. frv.
Hópfræðsla gefur góðar von-
ir. Sú tilraun er í því fólgin að
nokkur hjón koma saman við
og við og ræða saman um örð-
ugleika sina. Vanur fræðari
hlýðir á og stýrir samræðunum
eftir þvi sem honum finnst við
þurfa. Siik liópfræðsla er ódýr-
ari, biðtíminn verður styttri, og
fyrir vissa tegund fólks gefur
hún greinilega betri árangur.
Einn þeirra erfiðleika, sem
hjúskaparfræðslan verður að yf-
irstíga, er að finna mælikvarða
á starfshæfnina, sem dragi skýra
inarkalínu á milli hins hæfa og
löglega fræðara og skottufræð-
arans. Samband amerískra hjú-
skaparfræðara, sem enn í dag
telur nálægt 350 félaga, hefur
sett fram grundvallarkröfur fyr-
ir þá, sem að slikri fræðslu
starfa. í þeim er innifalið próf
á einhverju sviði mannlegra mál-
efna (svo sem sélfræði, félags-
fræði, félagsstarfsemi, guðfræði,
læknisfræði eða lögfræði) að
viðbættri nokkurra ára verklegri
þjálfun í hjúskaparfræðslu.
Þar sem ekki er um neina
löggildingu að ræða til slíks
fræðslustarfs, er samt engin leið
að knýja fram slikan mæli-
kvarða. Sökum skorts á hæfum
fræðurum myndast þar autt
rúm, sem afvegaleiddir öfga-
menn og svikafræðarar þyrpast
í. Venjulega má þekkja hrapp-
ana á því: að þeir auglýsa sig
(löglegum fræðurum er bannað
að auglýsa); þeir lofa skjótri og
fullkominni lausn á öllum erfið-
leikum; þeir krefjast þess, að
skjólstæðingarnir „skrifi sig fyr-
ir“ vissum fjölda viðtala; taka
óhæfilega tiáar greiðslur; leggja
aðaláherzlu á kynferðismálin;
gefa kenningum sínum fölsk
vísindaheiti; neita að skýra frá,
hvers konar þjálfun þeir Iiafi
fengið.
Hvers geta hjón upp og' ofan
vænzt af hjúskaparfræðslunni?
Hver einasti fræðari, sem ég
hef rætt við, gefur í aðalatriðum
sama svarið: persónulegan vöxt.
„Með vexti,“ segir Sanford Sher-
mann, hjá Fjölskylduhjálp Gyð-
inga í New York, „á ég við víð-
ari andlegan sjóndeildarliring,
þroskun persónuleikans. Eins og
skjólstæðingur einn sagði við
mig eftir fræðsluna: „Ég hef enn
mína erfiðleika, en mér er að
lærast, hvernig ber að haga
sér í hjónabandinu. Og oftast
nær hef ég ánægju af því.“