Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 42
gptó^LESTAR ungar mæður
u§ 9) hafa einhvern tíma
W J/ A' orðið fyrir því að
foj mæta ósvífnum kunn-
V'(' Í),'V ingja, sem gýtur aug-
unum ofan i barnavagninn, á
sköllótta kollinn og dúðaða kropp-
inn, og spyr: — Er þetta drengur
eða stúlka? Flestum gremst. Getur
ekki þessi fáviti séð, að þetta er
stúlka? Er það ekki augljóst mál,
að þetta er drengur? En spyrjand-
anum til afsökunar verðum við
að viðurkenna það, að ytra útlit
og hegðun flestra sex mánaða gam-
alla barna gefa ekki minnstu vís-
bendingu um, hvoru kyninu þau til-
heyra. Drengir og stúlkur á þess-
um aldri eru öll sköpulagslaus,
kröfuhörð, ósamræmd og sér-
kennalaus. Það verður aðeins byggt
á fyrri reynslu, að þessir einstakl-
ingar muni í fyllingu tímans fá
þau sérkenni, sem skipa þeim í
annanhvorn flokkinn.
Átján mánuðum seinna taka þessi
sérkenni að bæra á sér og með
þeim kemur hegðunarmismunur
kynjanna, en þar er enga óbrigðula
reglu um að ræða. Til eru litlir
drengir, sem leika sér að brúðum,
og litlar stúlkur, sem vilja helst
leika sér að járnbrautarlestum, en
þegar allt kemur til alls, sýnir
tveggja ára gamalt barn i furðulega
ríkum mæli eðlilega tilhneigingu
til karlkyns eða kvenkyns hlut-
verks. Drengina langar til að
spreyta sig á skrúfum og róm, láta
hjól snúast og komast að því hvern-
ig hlutirnir vinna. Stúlkurnar lang-
ar til að klæðast i fín föt, setja
brúðurnar sinar og dýrafjölskyld-
urnar í rúmið, þvo, búa til mat,
taka til. Um leið og börn ráða við
blýant, byrja þau að teikna fólk
og skepnur, en þegar litlir drengir
byrja einnig að teikna báta, bíla
og lestar, teikna litlu stúlkurnar
hús.
í heimi, þar sem hlutverk kynj-
anna verða sífellt minna sundur-
greind er eftirtektarvert að sjá
hinn ósjálfráða mismun koma fram
hjá börnunum hvað eftir annað.
Af starfi lífeðlisfræðinganna hefur
40
— Readers Digest —