Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 66
ÚRVAI.
04
þess að skapa vissa viðurkenningu
hópsins á þessum niðurstöðum.
Vitanlega eru takmörk fyrir þvi,
sem foreldrarnir geta gert til þess
að sannfæra unglingana um, að
vindlingar séu skaðlegir. Vindling-
arnir eru i auglýsingunum taldir
tákn siðfágunar. Hollywoodhetj-
urnar reykja og sömuleiðis íþrótta-
stjörnurnar. Ef allir, sem reykja
væru sjiikir og þreklausir væru
unglingarnir fljótir að koma auga
á það. Þeir mundu þá hætta að
reykja.
VATNSEIMINGARSTÖÐVAR I LlTIL SKIP
Fyrirtækið American Machine & Foundry Co. hefur smíðað mjög
hagkvæma vatnseimingarstöð, sem hægt er að setja í hvern þann
pramma og hvert það skip, þar sem þörf er fyrir ferskt vatn.
Nú Þegar hafa tvær slíkar stöðvar verið teknar í notkun á prömm-
um, sem notaðir eru við lögn á olíu- og gasleiðslum á botni Mexíkó-
flóa, og sjá þær 40 manna áhöfn prammans fyrir um 14.000 lítrum
af fersku vatni á dag.
Framleiðendurnir halda því fram, að tæki þessi séu svo góð og
hagkvæm, að þau framleiði ferskt vatn úr sjónum á minna verði en
bandarískir heimilisfeður verða að greiða fyrir vatn það, sem þeir
fá úr vatnsveitukerfunum.
Þessi lági reksturskostnaður er mögulegur vegna þess, að eini hit-
inn, sem notaður er við rekstur stöðvanna, er heitt afrennslisvatnið
af vélum prammans. Einskis eldsneytis er þörf.
Science Horizono
PLASTBARKAR HJÁLPA KRABBAMEINSSJÚKLINGUM
Tveir krabbameinssjúklingar, sem urðu að láta taka úr sér bark-
ann vegna sjúkdóms síns, lifa nú eðlilegu lifi og anda gegnum plast-
rör. Ameriska krabbameinsvarnarfélagið hefur skýrt frá uppskurði
þessum, en það styrkti tilraunir með gervibarka.
Science Horizons
Sjónvarpstækið á amerískum heimilum er líkt og sjálfvirka brauð-
ristin. Maður ýtir bara á hnapp og um leið fær maður það sama i
næstum hvert skipti.
Alfred Hitchcock
Sú forna venja að ganga á tveim jafnfljótum er líklega bezta vörnin
gegn kransæðasjúkdómum. Þar að auki hefur þessi forna venja þann
kost að vera ódýr, áreiðanleg og mjög fljótlærð.
Dr. G. O’Donnell
Loforð fyrrverandi stjórnmálamanns eru skattar núverandi árs.
W. L. Mackenzie King