Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 89
Er raunverulega fjársjóður
á botni peningapyttsins? í 170 ár hafa menn reynt
að fá vissu fgrir, hvort eitthvað er í honum.
Peniiigapytturinn dularfulli
á Eikareyji
Eftir David MacDonald.
KAMMT UNDAN vog-
skorinni strönd Nova
Scotia er lítil eyja,
elcki ósvipuð spurn-
ingarmerki í laginu.
Lögunin er vel viðeigandi, þvi
þessi litla Eikareyja (Oak Island)
hefur verið ráðgáta í næstum tvær
aldir. Síðan 1795 — skömmu eftir
að sjóræningjarnir hættu að herja
á Norður-Atlanshafsströnd Ameríku
og skildu glitrandi gidl eftir falið
hvarvetna i kjölfari sínu —• hafa
menn reynt að komast að því hvað
liggur á botni jarðganganna dular-
fullu, sem hlotið hafa hið hjart-
sýniskennda nafn: Peningapyttur-
inn.
Með járnkörlum, skóflum, málm-
leitartækjum og 'dýrum borunar-
útbúnaði hafa fjársjóðsleitarmenn
hent um það bil 1.500.000 dollurum
(ca. 65 millj. ísl. kr. miðað við
núverandi gengi) i Peningapyttinn.
Hingað til hafa þeir haft mjög lílið
úr býtum — aðeins þrjá hlekki úr
gullkeðju og snifsi af fornu perga-
inenti. Þrétt fyrir meira en tuttugu
tilraunir, hefur enginn ennþá náð
botninum: í hvert skipti, sem ein-
liver vinnuflokkurinn virtist nærri
því að ná árangri, hefur vatns-
flaumur sogazt inn í pyttinn og
drekkt vonum manna. Þótt nú sé
vitað, að peningapytturinn er var-
inn með stórkostlegu flóðganga-
kerfi, gerðu af mannavöldum, sem
gerir hafið sjálft að varðhundi,
veit ennþá enginn hver gerði þenn-
an pytt, eða hversvegna.
Gömul þjóðsaga segir, að þessi
lóðréttu göng, pytturinn, séu felu-
staður fyrir ránsfeng Kidds skip-
stjóra, sem hengdur var fyrir sjó-
rán 1701. Aðrar sögur telja að þarna
sé kominn fjársjóður þeirra Svart-
skeggs (Blackbeard) og Henrys
Morgan, sem báðir voru frægir vílc-
ingar, eða fjársjóðir, sem Inkarnir
hafa stolið frá Spánverjum, eða
gimsteinar frönsku krúnunnar, sem
Lúðvík XIV og Marie Antoinette
eru sögð hafa haft með sér, þegar
þau reyndu að flýja meðan á
The Rotarion
87