Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 117
HEfíSHÖFÐliVGINN NÆSTUfí GUÐl
115
og gömul dagblöð.
Þessi sjón hrærði hann mjög,
og þegar Bramwell gaf honum
skýrslu næsta morgun, spurði
Booth: „Vissir þú að menn sváfu
alla nóttina ó brúnum?“
Bramwell játaði, að sér kæmi
það ekki á óvart, en hann fann að
í spurningu hershöfðingjans lá
ásökun um að hann hefði ekkert
gert. Þegar á allt væri litið, sagði
hann, væri Hjálpræðislierinn ekki
fær um að bæta úr öllu þjóðfélags-
böli.
Þessa röksemd virti Bootb ekki
svars, bandaði henni aðeins reiði-
lega frá sér með hendinni, og sú
fyrirskipun, sem hann gaf, átti
eftir að breyta allri l'ramtið Hers-
ins. „Farðu og gerðu eitthvað!
Fáðu vöruskemmu og hitaðu hana
upp. Finndu eitthvað til að breiða
ofan á fólkið. En minnstu þess,
Bramwell, ekkert dekur!“
Skýrslur viðsvegar að frá liðs-
foringjuin Bootlis leiddu brátt í
ljós, að það sem fyrir augu bar
á Lundúnabrú var ekkert eins-
dæmi. Nærri þrjár milljónir manna
í Bretlandi dró fram lifið án þess
að geta fullnægt brýnustu þörfum,
og þessu fólki tit handa setti Booth
fram „sömu kröfur og fyrir vagn-
hesta“ („cabhorse cliarter“j —
sama rétt til fæðu, skjóls og starfs
eins og sérhver dróg i Lundúnum
nýtur.
Vöruskeinma Bramwells fyrir
þetta fólk, sem átti sér ekkert skýli,
var aðeins byrjunarskref. Árið 1888
kom fyrsta „forðabúr" (,,depot“)
Hersins af ódýrum matvælum. Það
var ekki neitt handahófskennt öl-
musu-súpueldhús, sem Bootli hafði
ýmigust á, heldur matsöluhús, sem
seldi mat á allra lægsta verði!
kjötbúðingur með kartöflum á
þrjú pence, steiktir brauðsnúðar á
hálft penny voru algengar tegundir.
Húsaskjól stóð einnig til boða;
fyrir fjögur pence mátti fá sápu,
handklæði, aðgang að þvottahúsi
og rúm í upphituðum svefnsal.
Þessum fyrstu framkvæmdum,
sem tóku æ meira af tíma Booths,
vann hann að, undir mjög átakan-
legum aðstæðum. Snemma á ár-
inu 1888, einmitt þegar þessar
samfélagslegu áætlanir voru í fæð-
ingu, kom í ljós að Katrin var með
krabbameiu. Uppskurður var gerð-
ur, en það tókst ekki að taka fyrir
ineinið.
Booth, sem ávallt var mjög við-
kvæmur fyrir þjáningum annarra,
fann jafn sárt til þjáninga líatr-
ínar og það væru hans eigin þján-
ingar. Þrátt fyrir það gátu engir
erfiðleikar í einkalífi hans sveigt
liuga hans frá vandamálum ann-
arra. Til þess að öll enska þjóðin
fengi að kynnast hinu hræðilega
ástandi í fátækrahverfunum, var
hann nú önnum kafinn að draga
saman í og semja greinargerð,
reista á hans eigin minnisgreinum
og skýrslum foringja hans. Oft bar
við, er hann kom úr herbergi
Katrínar, að hann kiknaði alger-
Iega — en tókst saint einhvern
veginn að taka upp aftur störf sin.
Dag og nótt sat hann við að skrifa
og yfirfara, gerði aðeins hlé á starf-
inu til að biðja: „Ó guð hjálpaðu
okkur núna, hjálpaðu ástinni
minni.“