Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 100
98
höfum áður treyst Drottni,“ mælti
hún, „og hví skyldum við ekki
treysta honum áfram?“
Bæði þessi ungu hjón höfðu
snemma lagt sér á hjarta fordæmi
John Wesfeys stofnanda Meþód-
istareglunnar, smávaxins, heilsu-
veils prests, sem fyrir einni öld
siðan hafði predikað á strætum úti
fyrir hina snauðu og svívirtu —
menn og konur, sem aldrei stigu
fæti sínum í kirkju. „Farið ekki
aðeins til þeirra, sem þarfnast ykk-
ar,“ hafði hann sagt við fylgjend-
ur sína, „heldur til þeirra, sem
þarfnast ykkar mest.“
Þetta ráð snart Booth. Sem
drengur var hann lærlingur hjá
veðmangara í Nottingliam og hafði
því ungur verið vitni að niðurlæg-
ingu og eymd. 15 ára að aldri gekk
hann i Meþódistaregluna og tók að
flytja orðið fyrir úrhraki og vesa-
lingum bæjarins. Tveim árum síð-
ar hafði hann safnað saman óhrjá-
legum hóp úr „Botnunum“ The
Bottoms), hraklegasta fátækrahverf-
inu í Nottingham, og gerði söfnuð-
inn i Wesleyskirkjunni (Wesleyan
Chapel) í Breiðstræti skelfdan og
hneykslaðan, með því að koma með
þennan hóp til morgunguðsþjón-
ustu.
Ef fátæklingarnir komu til kirkj-
unnar yfirleitt, þá var til þess ætl-
azt að þeir gengju inn um hliðar-
dyr og sætu á hörðum bekkjum
bak við skilrúm, þar sem þeir sæj-
ust ekki. En „Viljasterkur“ (Will-
full Will“), eins og Booth var kall-
aður, leiddi skjólstæðinga sína til
hinna beztu sæta, beint fyrir steini
lostnum augum kaupmanna, verk-
ÚRVAL
smiðjueigenda og vel klæddra eig-
inkvenna þeirra.
Um tvítugsaldur tókst Booth ferð
á hendur til Suðurlundúna í sam-
bandi við veðlánarastarf sitt. En
hann eyddi mestu af tíma sinum í
að predika og lifði á snöpum og á
að selja húsgögn sin, til að afla sér
lífsviðurværis. Það var þar, sem
hann hitti og festi ást á Katrínu
Mumford, hinni litlu, dökkhærðu
dóttur vagnasmiðs og Meþódista
leikpredikara i viðlögum. Fyrir
Booth, sem var örlyndur og tilfinn-
inganæmur, hneigður til ofsakæti
-— og dýpstu örvæntingar — var
þessi blíða, skynsama og ráðsetta
stúlka hinn ákjósanlegasti lífsföru-
nautur.
Fyrir tilstilli Katrínar innritaðist
Bóoth sem guðfræðinemi i skóla,
sem rekinn var af sértrúarflokki
innan Meþódistakirkjunnar, og
nefndur var „The New Connex-
ion.“ Daginn, sem hann innritaðist,
predikaði hann í kapellu skammt
frá heimili sínu, og þá tóku 15
manns sinnaskiptuin. Hann flutti
ræður sínar af þrumandi krafti og
hita. Eitt sinn líkti hann syndur-
um þessa heims við skipreika menn,
sem Kristur einn gæti frelsað, og
stökk um leið upp á stólinn í ræðu-
stúkunni og veifaði ákaft vasaklút
sínum til varnaðarmerkis.
,Það leið ekki á löngu að jafnvel
þeim í „The New Connexion“
fannst hann taka of djúpt i árinni
og ganga of langt. Sem umferða-
predikari sneri hann 1700 manns
frá villu síns vegar, en í aðferðum
sínum líktist hann fremur ofsa-
fengnum Amerikana en Englendingi