Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 69
ÞAfí Efí SKEMMTILEGT Afí VEfíA KONA
67
hefir verið upp á þig. Smá daður
er líka ágætt, ef það fer ekki lit í
öfgar. „Sex“ er líka eitt, sem fólk
er sítalandi um, og ég ætla mér
ekki þá dul að rengja það. Að vera
dáð og fá að heyra að maður sé
bara snotrasta stúlka, er stórkost-
legt, — og að fá ástarjátningu, sér-
staklega ef það er sá rétti, — ja,
það eru bara engin orð til að lýsa
þvi.
Hvernig sem allt snýst, held ég
að það sé ekki svo afleitt að til-
heyra veika (betra) kyninu.
»»««
1 Scottsdale í Arizonafylki ætlaði mormónasöfnuðurinn að halda
útiborðhald i ósviknum „Villta Vesturs“-stíl með kúrekasmölum, Indi-
ánum og öllu tilheyrandi til þess að afla fjár til safnaðarstarfsins.
Skemmtinefndinni datt i hug að kveikja nokkur bál og fá Indiána til
þess að sitja við þau og tala saman með reykmerkjum til þess að
auka aðsóknina. En nefndinni til mikillar undrunar gat hún ekki
fundið neinn Indíána, sem kunni að senda reykmerki. „Við erum al-
veg hættir að nota Þau,“ sagði einn Indíáni af Apachekynstofni. „Við
erum alveg búnir að gleyma þeirn," sagði annar Hopi-Indiáni.
E'inn Indíánahöfðinginn viðurkenndi þó loks, að hann hefði eitt
sinn sent reykmerki, þegar hann lék aukahlutverk í kvikmynd. „En
það er nú langt siðan,“ sagði hann. Svo bætti hann við: „Ætti ég að
senda reykmerki núna, yrði ég að senda eitt stórt, hvítt merki og svo
tvö dökk.... sko, ríkisstjórnarstofnunin, sem sér um mál okkar Indí-
ánanna, krefst þess að fá tvö afrit af öllum gögnum, sem hún fær.“
Don Dedera
Stjórnmálamanni einum frá Austurlöndum var eitt sinn boðið á
mjög harðvítugan knattspyrnukappleik milli Harvard og Yale (Ameri-
can football). Hann virtist ekki yfir sig hrifinn. Hann sagði svo um
leikinn, er hann var spurður um hann eftir á: „Fótbolti? Ef þetta er
bardagi, þá er hann ekki nógu harður. Ef þetta er leikur, þá er hann
of harður." Bennett Cerf
Menntunin væri miklu áhrifameiri, ef tilgangur hennar væri sá að
tryggja það, að hver piltur og stúlka hafi öðlazt vitneskju um það,
þegar þau yfirgefa skólann, hversu margt þau vita elcki, og hjá þeim
hafi kviknað ævilöng þrá til þess að öðlast þekkingu um hið fjöl-
marga, sem þau vita ekki. Sir William Haley
Hin raunverulega hætta okkar tæknialdar er ekki fyrst og fremst
fólgin i þeim möguleika, að vélarnar fari að hugsa eins og menn,
heldur miklu fremur í því, að mennirnir fari að hugsa eins og vélar.
Sydney J. Harris
Menn þreyta sig á þvi að eltast við hvíldina.
Laurence Stern