Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 111

Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 111
HERSHÖFÐINGINN NÆSTUR GUÐI 109 nóttinni í musteri Ganesh, guðs- ins með fílshöfuðið. Trumbur voru barðar i þorpinu, hún heyrði hlátrasköll drukkinna manna, og þegar minnst varði ruddist múgur æpandi manna og kvenna, hlað- inn f'órnargjöfum, inn i mánabjart músterið. Fólkið var steini lostið af undrun, er það sá Elísabetu gnæfa yfir sér efst uppi á altar- inu, skrautlega klædda i laxbleik- an sari (indversk kvenskikkja) og' með útbreiddda arma. „Nú eruð þið fylgismenn hins lifandi guðs,“ tilkynnti hún þeim hátíðlega. „Krjúpið á kné, því að nú ætlum við að biðjast fyrir.“ í hópnum voru margir, sem hún hafði hjúkrað í kóleru eða við barnsburð, og þurfandi fólk, sem hún hafði gefið að borða og hug- hreyst. Aldrei vissi það til þess að hún hefði haft annað i huga en velferð þess. Og svo lagði það frá sér fórnargjafirnar, og kraup í bæn —■ hinni fyrstu bæn af mörgum á þessum stað, þar sem enn í dag stendur ein bygging Hjálpræðishersins. Hvers vegna lagði fólkið í Hjálpræðishernum svona fúslega á sig hættur, fátækt og niðurlægingu? Þegar Booth var spurður að því, var hann vanur að svara: „Ég get ekki komið í veg fyrir það. Það vill gera þetta.“ Árangurinn af þessari fórnar- lund má sjá í 20 sjúkrahúsum og lyfjaafgreiðslustöðvum til fátækra (dispensaries) og tveimur holds- veikranýlendum, sem hjálpræðis- herinn rekur nú á Indlandi. VAXANDI ÞRAUTIR Hinn mikli árangur og vaxandi áhrif Hjálpræðishersins skapaði honum bitra fjandmenn. Einkum voru eigendur veitingastofa og pútnahúsa æfir yfir þeirri tekju- skerðingu* sem Booth olli þeim, og varð það til þess að á miðjum 9. tug 19. aldarinnar var hafin allsherjar gagnárás. Um allt England varð Hjálp- ræðisherinn fyrir múgárásum. Götuskríllinn lét dynja á gangandi fylkingunum tjöru og logandi brennistein. í Whitechþpel (ill- ræmt verksmiðjuhverfi í Lundún- um) var Herstúlkum smalað sam- an eins og fé og hent í þær gló- andi kolum. í Hucknall var liðs- foringi sleginn svo harkalega að hann lá meðvitundarlaus i 3 daga. í Plymouth réðust 40 menn, vopnaðir fleytifullum næturgögn- um, inn í byggingu Hjálpræðis- hersins, og helltu þvfaginu yfir James Dowdle, „Hinn frelsaða vagnstjóra.“ Aftur og aftur end- uðu samkomur þeirra með æðis- gengnum ólátum. Áhyggjufullur um öryggi fylgis- manna sinna, og einkum og sérí- lagi skelfdur af hættum þeim, sem vofðu yfir kvenforingjunum, réði ’Booth í fyrstunni til varkárni. Þeir skyldu halda allar samkomur inn- an dyra og' eftirláta skrílnum göt- urnar. En siðvenjur Hersins höfðu ekki fyrst og fremst verið reistar á grundvelli skynseminnar, og' þörfin að boða fagnaðarerindið á strætum og gatrtamótum var ó- mótstæðileg. Ada Smith, höfuðsmaður, ein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.