Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 111
HERSHÖFÐINGINN NÆSTUR GUÐI
109
nóttinni í musteri Ganesh, guðs-
ins með fílshöfuðið. Trumbur voru
barðar i þorpinu, hún heyrði
hlátrasköll drukkinna manna, og
þegar minnst varði ruddist múgur
æpandi manna og kvenna, hlað-
inn f'órnargjöfum, inn i mánabjart
músterið. Fólkið var steini lostið
af undrun, er það sá Elísabetu
gnæfa yfir sér efst uppi á altar-
inu, skrautlega klædda i laxbleik-
an sari (indversk kvenskikkja) og'
með útbreiddda arma.
„Nú eruð þið fylgismenn hins
lifandi guðs,“ tilkynnti hún þeim
hátíðlega. „Krjúpið á kné, því að
nú ætlum við að biðjast fyrir.“
í hópnum voru margir, sem hún
hafði hjúkrað í kóleru eða við
barnsburð, og þurfandi fólk, sem
hún hafði gefið að borða og hug-
hreyst. Aldrei vissi það til þess
að hún hefði haft annað i huga
en velferð þess. Og svo lagði það
frá sér fórnargjafirnar, og kraup
í bæn —■ hinni fyrstu bæn af
mörgum á þessum stað, þar sem
enn í dag stendur ein bygging
Hjálpræðishersins.
Hvers vegna lagði fólkið í
Hjálpræðishernum svona fúslega á
sig hættur, fátækt og niðurlægingu?
Þegar Booth var spurður að því,
var hann vanur að svara: „Ég get
ekki komið í veg fyrir það. Það
vill gera þetta.“
Árangurinn af þessari fórnar-
lund má sjá í 20 sjúkrahúsum og
lyfjaafgreiðslustöðvum til fátækra
(dispensaries) og tveimur holds-
veikranýlendum, sem hjálpræðis-
herinn rekur nú á Indlandi.
VAXANDI ÞRAUTIR
Hinn mikli árangur og vaxandi
áhrif Hjálpræðishersins skapaði
honum bitra fjandmenn. Einkum
voru eigendur veitingastofa og
pútnahúsa æfir yfir þeirri tekju-
skerðingu* sem Booth olli þeim,
og varð það til þess að á miðjum
9. tug 19. aldarinnar var hafin
allsherjar gagnárás.
Um allt England varð Hjálp-
ræðisherinn fyrir múgárásum.
Götuskríllinn lét dynja á gangandi
fylkingunum tjöru og logandi
brennistein. í Whitechþpel (ill-
ræmt verksmiðjuhverfi í Lundún-
um) var Herstúlkum smalað sam-
an eins og fé og hent í þær gló-
andi kolum. í Hucknall var liðs-
foringi sleginn svo harkalega
að hann lá meðvitundarlaus i 3
daga. í Plymouth réðust 40 menn,
vopnaðir fleytifullum næturgögn-
um, inn í byggingu Hjálpræðis-
hersins, og helltu þvfaginu yfir
James Dowdle, „Hinn frelsaða
vagnstjóra.“ Aftur og aftur end-
uðu samkomur þeirra með æðis-
gengnum ólátum.
Áhyggjufullur um öryggi fylgis-
manna sinna, og einkum og sérí-
lagi skelfdur af hættum þeim, sem
vofðu yfir kvenforingjunum, réði
’Booth í fyrstunni til varkárni. Þeir
skyldu halda allar samkomur inn-
an dyra og' eftirláta skrílnum göt-
urnar. En siðvenjur Hersins höfðu
ekki fyrst og fremst verið reistar
á grundvelli skynseminnar, og'
þörfin að boða fagnaðarerindið á
strætum og gatrtamótum var ó-
mótstæðileg.
Ada Smith, höfuðsmaður, ein