Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
„Er hann kom á lækningastofu
mína,“ segir Rosenbaum í grein,
er hann ritaði i læknaritið North-
west Medicine, „var ógerlegt að
hreyfa öxlina vegna mikils sárs-
auka. DMSO var borið riflega á
öxlina.... Tuttugu og fimm mín-
útum siðar kvaðst sjúklingurinn
finna minna til. Aður en þrjátiu
mínútur voru liðnar hafði talsvert
dregið úr verknum. Það sem eftir
var dagsins hafði sjúklingurinn
engan verk i öxlinni, og gat þá
lagzt fyrir og sofnað, en það hafði
honum reynzt ókleift í heilan sól-
arhring. Er hann vaknaði leið hon-
um ágætlega. Hann bar DMSO á
öxiina að nýju þá um kvöldið, áð-
ur en hann gekk til náða. Næsta
morgun sagðist hann engan verk
hafa í öxlinni, en að enn vantaði
nokkuð á, til þess að hann gæti
hreyft hana til fulls. Þann dag bar
hann DMSO á öxlina tvisvar sinn-
um. Ekki þurfti frekari læknisað-
gerðar við.
Hins vegar eru tilfelli, sem reynzt
hafa lyfinu ofviða. Upphaflega var
það von manna, að efnið kæmist
i gegnuin allar himnur mannslíkam-
ans. Þessi von kom af stað mik-
illi eftirvæntingu meðal rannsókn-
ara læknisfræðinnar, en þeir höfðu
gert sér vonir um, að nota mætti
DMSO í því skyni að ná til óað-
gengilegra líkamsvefja, eins og
augasteinsins að innan, en þangað
hefur ekki hingað til tekizt að koma
beint, sýklaeyðandi lyfjum eða ná
þar til með öðrum lyflækningameð-
ferðum. En i öllum slíkum tilraun-
um með lyfið hingað til, hefur því
ekki tekizt að komast i gegnum
hin þykku lög augasteinsins.
Svipað varð uppi á teningunm,
er lýsingar á lyfinu birtust fyrst
í blöðum. Þá fóru menn að velta því
fyrir sér, hvort DMSO myndi ekki
gera „sprautur* úreltar, þar sem
efnið gæti flutt öll lyf gegnum húð-
ina og inn í líkamann. Suin frétta-
rit spáðu því, að nú þyrftu sykur-
sýkissjúklingar ekki lengur að
sprauta sig daglega með insulin
og hentu á, að einföld blanda af
DMSO og insulin, sem væri núið
á hörundið, myndi gera sama
gagn. Síðan hafa rannsóknir sann-
að, að þótt DMSO geti flutt mörg
efni gegnum hörundið, verða önn-
ur efni eftir vegna stærðar og flók-
innar frumeindasamsetningar
þeirra, svipað og hrísgrjónaagnir,
sem eftir verða i sigti. Því mið-
ur er insulin eitt af þessum efnum,
sem hafa svo flólcna frumeinda-
samsetningu, að það hefur ekki
smogið á tilætlaðan máta gegnum
hindranir húðarinnar enn, sem
komið er, i tilraunum, sem fram
hafa farið.
Andmælendur DMSO byggja
yfirleitt andstöðu sína , á tveim
megin atriðum. í fyrsta lagi
er um að ræðá hina eðlilegu af-
burðavarkárni læknastéttarinnar
gegn því að grípa við hvaða nýrri
lækningameðferð, sem er, og telja
má að valda muni byltingu innan
læknisfræðinnar hverju sinni. Einn
þeirra, þvagfærafræðingur í New
York, Dr. S. Sym Newman, lét svo
um mælt: Margir okkar eru
ennþá að deila um cortisone lyfið.
Ég vil biða og fá heim sanninn