Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
halda sig á 550 feta dýpi og án
þess að hafa nokkuð annað en köf-
unarbúninginn sér til varnar. Þá
munu þeir verða komnir niður á
neðri mörk landgrunnsins.
Cousteau heldur þvi ákveðið
fram, að menn geti þolað þrýsting,
er svarar til þess, sem er á 5000
feta dýpi; eina vandamálið er að
finna loftblöndu, sem maðurinn
geti ahdað að sér, þegar hún hef-
ur 2000 punda þrýsting á ferþuml-
ung. Cousteau dreymir um þá tið,
er maðurinn getui' raunverulega
haldið sig jafnt á landi og i legi
og getur varpað af sér hinum þung-
lamalega köfunarbúnaði og' haft í
staðinn eins konar gervitálkn, sem
dregið geta úr súrefni úr likama
mannsins, eða, sem væri enn betra,
fengi súrefni beint úr sjónum, eins
og fiskarnir.
Á 1.000 feta dýpi er maðurinn
staddur í undarlegu umhverfi og
bláleitri birtu. Þar er svif undir-
stöðufæða allra sjávardýra, enda
virðist vera gnægð af þvi. Dýra-
mergðin á þessu dýpi er svo mik-
il, að bergmálsmælar hafa gefið
til kynna þykk lög, sem ganga í
bylgjum reglulega á hverjum degi.
Við vitum ekki, hvort þetta lag
er risastórar fisktorfur, rækjumergð
eða sægur kolkrabba. Ýmsar kenn-
ingar hafa komið fram um það,
en við vitum fyrir víst, að hér er
um að ræða dýralíf. Komizt mað-
urinn þangað niður einhvern tima
i rannsóknarskyni, kann svo að
fara, að han uppgötvi feiknarlegan
fjórsjóð.
Hafdjúpið hefur að geyma fleiri
fjársjóði en fæðu. Hafið, sem nær
yfir 70% af yfirborði jarðar, býr
yfir heimsins stærstu birgðum af
málmum. 100 milljón gallon af sjó
inniheldur næstum 150.000 smá-
lestir af málmsöltum. Af öllu þvi,
sem finna má í hafinu er gullið mest
lokkandi. í rúmkílómetra er um það
bil $3.800 dollar virði af þvi. Sú
staðreynd að engum hefur ennþá
tekizt að finna leið til að vinna það,
hindrar menn ekki í að dreyma um
það.
Nýleg uppgötvun hefur vakið
undrun meðal jarðfræðinga. Ná-
lægt Tuainoto eyjahafinu i Suður-
Kyrrahafi náðu amerískir haffræð-
ingar frá Scripps stofnuninni mang-
anmolum á stærð við mannshnefa,
sem innihéldu 25% manganmálm
og 15% af járni. Þessir kögglar
finnast á vissum stöðum hafsbotns-
ins á svæði, er nær yfir rúmlega
eina milljón fermílna. Ennþá get-
uin við ekki skýrt uppruna þeirra,
eða hvers vegna málmefnin hafa
safnast saman nokkrum milljón
sinnum hraðar en í sjónum. Ef
mangan er til i slíku ástandi, getur
ef til vill einnig gull verið það.
Líffræðingar telja, að rekja megi
þessa málmmyndun til jurta og
dýralífs hafsins. í þessu sambandi
minnast þeir á þörunga lindýr,
eða kóralla, sem geta safnað í sig
úr sjónuin og geymt joð, fosfór,
mangan og titaniummálm. Skeldýr
draga einnig i sig og geyma geisla-
virk efni. Ekki alls fyrir löngu
varð það nokkrum rannsóknurum
undrunarefni að komast að þvi, að
sum lindýr Miðjarðarhafsins voru
þúsund sinnum geislavirkari en
umhverfi þeirra. Þeir höfðu safn-