Úrval - 01.05.1965, Side 100

Úrval - 01.05.1965, Side 100
98 höfum áður treyst Drottni,“ mælti hún, „og hví skyldum við ekki treysta honum áfram?“ Bæði þessi ungu hjón höfðu snemma lagt sér á hjarta fordæmi John Wesfeys stofnanda Meþód- istareglunnar, smávaxins, heilsu- veils prests, sem fyrir einni öld siðan hafði predikað á strætum úti fyrir hina snauðu og svívirtu — menn og konur, sem aldrei stigu fæti sínum í kirkju. „Farið ekki aðeins til þeirra, sem þarfnast ykk- ar,“ hafði hann sagt við fylgjend- ur sína, „heldur til þeirra, sem þarfnast ykkar mest.“ Þetta ráð snart Booth. Sem drengur var hann lærlingur hjá veðmangara í Nottingliam og hafði því ungur verið vitni að niðurlæg- ingu og eymd. 15 ára að aldri gekk hann i Meþódistaregluna og tók að flytja orðið fyrir úrhraki og vesa- lingum bæjarins. Tveim árum síð- ar hafði hann safnað saman óhrjá- legum hóp úr „Botnunum“ The Bottoms), hraklegasta fátækrahverf- inu í Nottingham, og gerði söfnuð- inn i Wesleyskirkjunni (Wesleyan Chapel) í Breiðstræti skelfdan og hneykslaðan, með því að koma með þennan hóp til morgunguðsþjón- ustu. Ef fátæklingarnir komu til kirkj- unnar yfirleitt, þá var til þess ætl- azt að þeir gengju inn um hliðar- dyr og sætu á hörðum bekkjum bak við skilrúm, þar sem þeir sæj- ust ekki. En „Viljasterkur“ (Will- full Will“), eins og Booth var kall- aður, leiddi skjólstæðinga sína til hinna beztu sæta, beint fyrir steini lostnum augum kaupmanna, verk- ÚRVAL smiðjueigenda og vel klæddra eig- inkvenna þeirra. Um tvítugsaldur tókst Booth ferð á hendur til Suðurlundúna í sam- bandi við veðlánarastarf sitt. En hann eyddi mestu af tíma sinum í að predika og lifði á snöpum og á að selja húsgögn sin, til að afla sér lífsviðurværis. Það var þar, sem hann hitti og festi ást á Katrínu Mumford, hinni litlu, dökkhærðu dóttur vagnasmiðs og Meþódista leikpredikara i viðlögum. Fyrir Booth, sem var örlyndur og tilfinn- inganæmur, hneigður til ofsakæti -— og dýpstu örvæntingar — var þessi blíða, skynsama og ráðsetta stúlka hinn ákjósanlegasti lífsföru- nautur. Fyrir tilstilli Katrínar innritaðist Bóoth sem guðfræðinemi i skóla, sem rekinn var af sértrúarflokki innan Meþódistakirkjunnar, og nefndur var „The New Connex- ion.“ Daginn, sem hann innritaðist, predikaði hann í kapellu skammt frá heimili sínu, og þá tóku 15 manns sinnaskiptuin. Hann flutti ræður sínar af þrumandi krafti og hita. Eitt sinn líkti hann syndur- um þessa heims við skipreika menn, sem Kristur einn gæti frelsað, og stökk um leið upp á stólinn í ræðu- stúkunni og veifaði ákaft vasaklút sínum til varnaðarmerkis. ,Það leið ekki á löngu að jafnvel þeim í „The New Connexion“ fannst hann taka of djúpt i árinni og ganga of langt. Sem umferða- predikari sneri hann 1700 manns frá villu síns vegar, en í aðferðum sínum líktist hann fremur ofsa- fengnum Amerikana en Englendingi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.