Úrval - 01.06.1965, Síða 73
PABLO RVIZ PICASSO
71
ar fór Picasso að teikna búninga
fyrir ballett Diaghileffs hins rúss-
neska, og sýnir það furðulega fjöl-
hæfni hans. Hann mótaði einnig
myndir og gerði þrykkmyndir.
Snilligáfa hins lágvaxna Spánverja
átti sér engin takmörk. Þegar rúss-
neski ballettinn hélt frá París til
Madrid og Barcelona, slóst Picasso
í för með honum, og það var á
Spáni, árið 1918, að hann gekk að
eiga rússnesku ballettdansmeyna
Olgu Koklovu. Skömmu síðar héldu
brúðhjónin til Parísar. Styrjöld-
inni sjálfri var að vísn lokið, en
engan veginn þjáningum hennar og
hörmungum. Skáldið Appollinaire,
sem var mikill vinur Picassos, hafði
særzt í stríðinu og lézt nokkru síð-
ar í París. Lát hans var mikið á-
fall fyrir Picasso. Þegar honum
barzt andlátsfregnin, var hann
einmitt að teikna af sér sjálfsmynd
eftir spegli, mynd sem táknar enda-
lok eins tímabilsins í list hans.
Kær vinur var horfinn, og til
minningar um hann hætti Picasso
að mála sjálfsmyndir, sem hann
hafði gert svo oft fram að þessu.
En enda þótt hann hætti að mála
sjálfan sig, málaði hann ódauðleg-
ar myndir af frægum samtíðar-
mönnum sínum, svo sem Cocteau,
Stravinsky, Louis Aragon og Paul
Valery. í verkum Picassos birtist
óendanleg fjölbreytni og hann hefur
tjáð sig i öllum hugsanlegum list-
formum. Hann hefur málað i kúb-
isma, expressionisma og surreal-
isma; hann hefur verið myndhöggv-
ari og gert muni úr keramik; hann
hefur annast leiksviðsskreytingar
og teiknað búninga, og hann hefur
teiknað auglýsingar og skreytt
bækur. Og á öllum þessum sviðum
er hann sami meistarinn. Segja
mætti, að Picasso sé brennidepill
og uppspretta alls þess, sem átt er
við, þegar talað er um list tuttug-
ustu aldarinnar. Eftir daga Leon-
ardos hefur enginn listamaður ver-
ið gæddur svo fjölbreyttum og ein-
stæðum hæfileikum.
Það er ekkert efamál, að Pic-
asso er mesti byltingarmaðurinn
i málaralist tuttugustu aldarinnar.
Breytingarnar, sem runnar eru
undan rifjum hans, eru alveg eins
nýstárlegar og áhrifamiklar og þær,
sem meistarar ítölsku endurreisn-
arinnar voru upphafsmenn að.
Michelangelo, Rafael og Leonardo
da Vinci breyttu hinu flata tví-
víddarmálverki miðaldanna i þrí-
víddarverk, sem einkenndist af
raunsæi, og þetta form var síðan
ríkjandi og hefðbundið i evrópskri
list, unz Picasso kom til sögunnar.
En hefð og venjur verða litlausar
og ófrjóar með tímanum; sú stund
kemur, að þær verða að fá nýtt
blóð, ef þær eiga ekki að veslast
upp og deyja. Þannig var orðið á-
staít á síðari hluta nítjándu aldar-
innar að því er málaralistina
snerti. Málararnir hugsuðu ekki um
annað en að stæla náttúruna eða
raunar aðeins ytra borg hennar,
en myndavélin, sem þá hafði ný-
lega verið fundin upp, gat að vísu
gert þetta miklu betur. Það var
við slíkar aðstæður, sem Picasso
hóf lífsferil sinn. Árið 1907, þegar
hann var tuttugu og sex ára gamall,
málaði hann mynd, sem markaði
ekki aðeins tímamót í lífi hans