Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 9
Fyrir bandariskar konur í hundraðþúsundatali er árlega djúp gjá
á milli þess sem lögin leyfa og þess, sem þeim finnst að þær
verði að gera. Ilöfundur þessarar greinar, sem ekki vill
láta nafn síns getið, er háskólagengin, þriggja barna
móðir, /jfí ára að aldri og býr með manni sínum
og fjölskyldu í einu hinna mörgu íbúða-
hverfa utan■ við borgirnar í austur-
hluta Bandaríkjanna.
FÓSTUREYÐÍNG
Frásögn frú X.
ví nær allsstaðar í heim-
inum hafa hjón nú á
tímum rétt til að tak-
marka tölu barna,
sem þau vilja eignast,
í samræmi við getu sína til að elska
þau og annast, fæða, hýsa, klæða og
mennta þau. Þörfin á svipuðu frelsi
fullorðinna til að binda endi á óvel-
komna og slysalega þungun, af per-
sónulegum og félagslegum ástæðum
ekki síður en heilsufarslegum, er
nú rædd bak við tjöldin, og stundum
á opinberum vettvangi, af kirkjunn-
ar mönnum, leikmönnum og lækn-
um.
Hverjar eru staðreyndirnar um
fóstureyðingar í Bandaríkjunum í
dag? í hve miklum mæli eru þær
um hönd hafðar og af hverjum?
Hve mikill hundraðshluti þeirra ei
löglegur (af heilsufarsástæðum) og
hve mikill hluti ólöglegur. Eru þeir,
sem framkvæma þær skuggalegir
fjárplógsmenn, sem hafa hvorki
leikni, þekkingu eða hæfileg verk-
færi, eða eru það læknar með full-
um réttindum? Er jafn mikil hætta
samfara aðgerðinni, eins og konum
hefur verið talin trú rnn í marg-
ar kynslóðir?
Eðlilega er erfitt að fá áreiðan-
legar staðtölur í Bandaríkjunum,
þó að auðvelt sé að fá þær frá lönd-
um eins og Svíþjóð, Danmörku,
Rússlandi og Japan, þar sem fóstur-
eyðing er lögleyfð í ýmsum tilvik-
um. Þeir, sem skipta við veðmang-
ara, hika naumast við að viður-
kenna það, en fáar konur, jafnvel
þótt skrafskjóður séu, munu
ræða fóstureyðingar sínar við spila-
borðið. Sennilega á þessi þagmælska
ekkert skylt við sneypu eða hlé-
drægni, heldur er blátt áfram
sprottin af tillitssamri hollustu af
hálfu kvenmanna gagnvart þeim,
sem framkvæmdi fóstureyðinguna.
The Atlantic
7