Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
Sérhver kona í barneign, sem þekk-
ir einhvern traustan mann á þessu
sviði, hefur ástæðu til að óska þess,
að hann fái haldið starfi sínu. Hún
kann að þurfa á honum að halda
sjálf, eða eiga nána vinkonu, sem
kunni að þurfa þess.
Ég tók mér nýlega fyrir hendur
að finna mér fóstureyðingamann í
stórborginni, sem ég á heima 1.
Ég og maðurinn minn erum bæði um
hálf fimmtugt og eigum 3 börn.
Er ég komst að raun um, að ég var
þunguð í fjórða sinn, íhuguðum við
hjónin ástæður okkar eins heiðar-
lega og okkur var unnt. Okkur
kom báðum saman um, að okkur
skorti fjárhagsgetu og líkamlegt
þrek til að þola máltíðagjafir klukk-
an 2 að nóttu, bleyjuskiptingar, og
hina væntanlegu og endalausu röð
af mislingum hettusótt og alls konar
áhyggjum, sem fylgdu einu barni
í viðbót. Með því að hafa árum
saman nákvæmar gætur á fjárút-
látum okkar (ein ný föt á manninn
minn annaðhvort ár og ein á mig
á fimm ára fresti), hafði okkur
tekizt að safna í sjóð, sem við töld-
um nægja til þess að veita börnum
okkar aðgang að sæmilega góðum
háskólum fjarri heimilinu, ef þeim
félli til dálítil fjárhagsaðstoð í gjöf-
um eða námsstyrkjum. Þar sem
tekjur mannsins míns hafa náð há-
marki, var augijóst, að eitt barn-
anna hlyti að fara á mis við alla
hærri menntun, eða hluta af henni.
Þeim skrifstofustörfum, hluta úr
degit sem ég hafði haft um nokkur
ár, til þess að drýgja tekjur okkar,
yrði ég að sleppa, þar sem tekj-
urnar af þeim myndu ekki nægja
til greiðslu handa barnfóstru. Við
eigum enga auðuga föður- eða móð-
urbræður, sem líklegir væri til að
arfleiða börnin okkar. Við höfum
einnig næga lífsreynzlu til að kann-
ast við það, að þótt guð almáttugur
sé stundum rausnarlegur, getur
staðið svo á, að hann sé önnum kaf-
inn að aðstoða einhvern annan,
þegar maður þarf mest á honum að
halda.
Við stutta eftirgrennslun hjá
læknum, skildist mér, að í því ríki,
sem við byggjum í, væru löglegar
ástæður til fóstureyðingar takmark-
aðar við sjúklinga með krabba-
mein, utanlegsþykkt og í einstök-
um tilvikum við bráðan hjarta-
sjúkdóm og alvarlega geðbilun.
Allra snöggvast leit ég íhugulum
þakklætisaugum á heilbrigðisvott-
orð, sem lýsti mig hreina af öllu
slíku, og síðan setti ég upp gler-
augun og tók að lesa bók, sem
nefndist Þungun, fœðing og fóstur-
eyðivg, rituð af fjórum læknum við
Rannsóknarstofnunina í kynferðis-
málum, sem hinn frægi dr. Kinsey
sálugi hafði komið á fót. Bókin
reyndist vera mjög hughreystandi,
þótt sennilega hefði ekki verið bein-
línis ætlazt til þess. Ég komst að
raun um að fóstureyðing er að-
gerð, sem öllum læknanemum er
kennd, enda þótt þeim veitist ekki
ýkja mörg tækifæri til að ná leikni
í að framkvæma hana; að samkvæmt
gögnum stofnunarinnar er það að-
eins örlítill hundraðshluti kvenna,
sem hefur fengið óþægileg líkam-
leg eða andleg eftirköst; og að þótt
höfundarnir gerðu enga tilraun til
að áætla tölu fóstureyðinga, sem