Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 37

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 37
DÝRLINGURINN FRÁ DJÖFLAEYJUNNI 35 von á kraftaverki utan af sjónum. Hann ætlaði að fara að snúa sér við og halda heim aftur til hinna dánu og deyjandi, þegar eitthvert rekald kom í ljós út úr þokunni og frumskógarmistrinu, sem virtist nærri hreyfingarlaust á sjónum. Faðir Sellés starði á þetta um leið og það nálgaðist. Þetta var illa far- inn, klunnalegur, hálf sokkinn bát- ur, og í honum gat faðir Sellés greint 5 mannverur, fremur dauðar en lif- andi. Presturinn hrópaði á annan mann- inn, sem hafði verið að hjálpa hon- um með þá dauðu, og óð út í sjóinn upp i mitti og greip í stefnið á bátnum. Hinn maðurinn óð einnig út til að hjálpa honum að draga bátinn að landi og styðja hinar fimm beinagrindur upp í fjöruna. Af klæðnaði þeirra vissi faðir Sell- és þegar hverjir þeir væru: stroku- fangar frá Ile du Diable, Djöflaeyj- unni, hinum illræmda hegningarstað Frakka í Cayenne, í nærri 1000 mílna fjarlægð. Faðir Sellés og tveir Zrapamenn hjálpuðu föngunum, færðu þeim súpu og gleymdu þá stundina hinum dauðu umhverfis sig. Er strokufangarnir höfðu jafnað sig ofurlítið og gátu setzt upp, varð þeim skyndilega ljóst, að þeir höfðu sloppið úr fangavítinu aðeins til þess að lenda í eins konar lifandi gröf. Tveir þeirra stauluðust á fætur og litu á hina dauðu. Annar æpti eitthvað á frönsku, reikaði að bátn- um, hálffullum af sjó og skreiddist upp í hann. Þrír aðrir fóru á eftir honum og svo stjökuðu þeir bátn- um frá landi með heimatilbúnu ár- inni. Þeir hurfu út í mugguna, en fimmti maðurinn sat eftir og sötraði súpu úr staupi, sem faðir Sellés hélt að vörum hans. „Hvað er hér á seyði?“ spurði strokufanginn. „Skiljið þér frönsku? Þér eruð prestur?“ Faðir Sellés kinkaði kolli. „Ég er prestin, sonur minn,“ sagði hann „og ég skil frönsku. Ég er Spán- verji, frá Barcelona. Hér gengur farsótt. Það er frumskógarhitasótt. Ég veit ekki, hvað hún er kölluð.“ „Ég er mjög máttfarinn, faðir,“ sagði fannginn. „Við höfum farið þúsund mílur og höfum liðið mikið M „Þið komuð frá Djöflaeyjunni, sonur minn, er ekki svo?“ „Jú, faðir. Ég er Pierre Bougrat. Ég var dæmdur í ævilangt fangelsi á Djöflaeyju. Ég er læknir frá Marseilles.“ Presturinn signdi sig og muldraði um leið: „Bænir mínar hafa verið heyrðar." Hann hneigði höfuðið andartak og bærði varirnar, hljóð- laust. Síðan mælti hann: „Við erum afskornir frá meginlandinu. Her- menn eru á verði og stöðva hvern mann, á leið til meginlandsins, en íólkið hér hrynur niður eins og flug- ur, án þess að hafa nokkurn sér til hjálpar. Sj álfur hef ég of litla þekk- ingu í læknisfræði, til þess að geta orðið þessu fólki að nokkru liði.“ „Ég er mjög máttfarinn, faðir,“ sagði Bougrat læknir. Við höfum verið 23 daga á sjónum, næstum matarlausir og vatnslausir og þri- svar fengið storm.“ Presturinn benti tveimur mönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.