Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 25

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 25
RICHARD STRAUSS OG SNILLIGÁFA HANS 23 meira sannfærandi en Chrysothemis. f þessum tveim verkum — Salome og Elektra — segir Strauss fyrir um stefnuna í nýtízku tónlist. Hefði hann getað afklæðzt kápu keisaratímabilsins og orðið fulltrúi þriðja og fjórða tugs aldarinnar, mundi hann, fremur en Alban Berg með sínum Wozzeck, hafa orðið sá, sem skapað hefði mesta meistara- verkið á sviði söngleikja. Það er beint framhald frá Herodias til Clytemnestra og til hjúkrunarkon- unnar í Frau ohne Schatten, og þaðan til manngerða eins og Maríu í Wozzek og til Wozzeks sjálfs. í þessu hygg ég að harmleikurinn sé fólginn: að þessi maður, sem um fimmtugs aldur hafði náð ótrúlegri tækni í sköpun tónverka, hafði einn- ig um það leyti gengið framabraut sína á enda, af þeim sökum, að hið eina tímabil, sem hann gat verið fulltrúi fyrir, var þá komið að sín- um sögulokum. Ef þér viljið ekki hlýða á orð starf- andi listamanns, og ef þér viljið ekki taka eldmóð hljómsveitarstjóra sem staðfestingu þess, að Strauss hafi verið mikið tónskáld, verðum vér að kafa ofurlítið dýpra í nokk- ur af meistaraverkum hans. Að sjálfsögðu hafa flytjendur tónverk- anna, enkum söngvararnir og hinir ágætu hljómsveitarleikarar, ávallt haft dálæti á Strauss, síður einleik- arinn, sem hann hefur sáralítið samið fyrir, að undanskildum fá- einum af fyrstu verkum hans, svo sem fiðlusónötuna — og, að sjálf- sögðu selloeinleiksmeistaraverkið, Don Quixote. Það verk var alls ekki ætlað fyrir einleikara. Það var ætlað fyrir fyrsta selloleikara hljómsveitarinnar, og fyrst nú, með afburða selloleikurum getum vér gert þessu verki fullkomin skil með því að flytja þetta tónaljóð sem tónaljóð, í stað þess að fara með það sem undirleik að einleiks- verki. Mikilleiki Strauss er fólginn í þeirri staðreynd, að hann er síð- asti hlekkurinn í langri þróunar- keðju, að hann ber fram til meiri fullkomnunar vissar reglur, sem hafa þróazt gegnum aldirnar. Rosen- kavalier er eftirkomandi og í fram- haldi af þremur frábærustu meist- araverkum á sviði ljóðrænna gleði- leikja: Brúðkaup Figaros eftir Moz- art,Meistarasöngvararnir frá Niirn- herg eftir Wagner og Falstaff eftir Verdi. Það er alls ekki nein frumleg hugmynd að halda því fram, að Octavian sé beinn eftirkomandi Cherubinós. Það var jafnvel til þess ætlazt. Gervi ungs pilts, sem karl- maður gat ekki fullkomlega túlkað á leiksviði, og sem var á því milli- bilsaldursskeiði, sem bezt fór á að trúa kvenmanni fyrir að leika og syngja, var engu síður túlkaðru- af snilld í Oktaviani, en hinu mikla fyrirrennara hans Cherubino. Ef vér berum þróunarferil Strauss saman við þróunarferil tveggja því nær samtímamanna hans, þeirra Gustavs Mahlers og Arnolds Schön- bergs, komumst vér þegar að raun um, að hann var langtum mikilvæg- ari fulltrúi þess tímabils, sem hann var runninn upp úr, heldur en hin tvö tónskáldin. Mahler og Schön- berg, sem voru jafn mikið undir áhrifum risans Wagners, fóru aðrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.