Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
vögnum, sem fóru yfir Alpafjöllin
til þess að finna sér nýjan sama-
stað á Ítalíu og Balkanskaga, og
þeir bátsfarmar af innflytjendum
frá Niðurlöndum, sem leituðu nýs
lífs á Bretlandi eða írlandi, klofn-
uðu undantekningarlaust í sína sér-
stöku ættflokka, jafnskjótt og hindr-
anir náttúrunnar voru yfirunnar.
Þannig var keltneskt fólk, sem
enn hélt sínum sérstöku ættarnöfn-
um og siðum, dreift um alla Vestur-
Evrópu og Miðjarðarhafslöndin á
tímum rómverska ríkisins. Jafnvel
á 4. öld e. Kr. segir Jerome frá því,
að Galatarnir í Litlu-Asíu hafi, auk
þess sem þeir töluðu grísku, haft
sitt eigið tungumál, sem var nauða-
líkt máli Treveranna í Rínarlönd-
um. Þessir Galatar höfðu upphaflega
verið hluti af geysi miklum þjóð-
flutningum Kelta, sem streymdu
inn yfir Makedóníu á 3. öld f. Kr.,
og jafnvel rændu véfréttina í Delfi.
Stærsti hópur meðbræðra hans,
sem keltneskur hermaður viður-
kenndi að ætti kröfu á trúnaði hans,
var ættflokkur hans, að því undan-
skildu þegar á þjóðflutningum stóð.
Og innan sjálfs ættflokksins (og
jafnvel innan heimilisins, sagði
Cæsar) voru smærri hópar undir
handleiðslu voldugra höfðingja,
sem hermanninum bar fyrst og
fremst að auðsýna hollustu.
Lýsingar Cæsars á Gallíu og Bret-
landi bregða upp mynd af ættar-
samfélagi, sem í voru þrjár stéttir
frjálsra manna — höfðingjar, prest-
ar (druidar) og frjálsir borgarar.
Einn mikilvægur mismunur var sá,
að um það leyti, sem Rómverjar
voru að leggja undir sig landið,
ríktu yfir ættflokkunum í Bretlandi
erfðakonungar, en í Gallíu höfðu
hinsvegar allt frá fyrstu öld f. Kr.,
þróazt kerfi friðdómara. Allir frjáls-
ir menn áttu rétt á þátttöku í opin-
berum trúarathöfnum; og Cæsar
skýrir frá því, hvernig þeir, sem
neituðu að beygja sig fyrir dóms-
úrskurðum prestanna voru útilokað-
ir frá fórnum, og að í því var einn-
ig innifalin útilokun frá helgisið-
um og forréttindum.
Innan ættflokksins voru ættingj-
arnir hin mikilvæga samfélagsein-
ing, sem átti landið, og sem það
varð ekki frá tekið. í hinu frum-
stæða keltneska samfélagi, sem
hélzt við í Bretlandi fram á fyrstu
öld, báru ættingjar viðkomandi að-
ila að miklu leyti ábyrgð á því að
halda uppi lögum og láta menn
ná rétti sínum; en í Gallíu kváðu
prestarnir upp dóma og úrskurði
bæði um andleg og veraldleg efni.
Þeir, sem ekki voru undir vernd
voldugra, náinna skyldmenna,
renndu að sjálfsögðu vonaraugum
til höfðingja, sem kynnu að vera
fúsir til að veita mönnum af lægri
stigum vernd. Höfðinginn öðlaðist
virðingu og völd, ekki aðeins fyrir
veraldleg auðæfi sín í landi og bú-
fé, heldur einnig í hlutfalli við
fjölda skjólstæðinga sinna. Þessi
virðing var metin til „heiðursverðs",
sem var breytilegt í samræmi við
hlutskipti mannsins, og sem var
tekið tillit til við mat á öllum skaða-
bótum.
Hið flókna samband verndara og
skjólstæðinga hjá Keltunum, náði
út fyrir takmörk skyldleika eða ætt-
flokka. Skyldmenni kunnu að hafa