Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 20

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL réttri miðun. Kúlurnar falla bara af handahófi hér og þar. Enn hefur engin þeirra hitt neinn amerískan hermann né neitt farartæki okkar. Þær hafa hitt Frakka og drepið og gera það enn, en enga Ameríku- menn, og samt er það Frakki, sem heldur því fram, að það séu engir Þjóðverjar þarna uppi, er kunni að stjórna þessari skothríð. Hvers vegna viljið þér ekki leyfa þessum franska major að útkljá málið í eitt skipti fyrir öll og gefa honum 20 mínútna frest, svo að hann geti farið með sveit manna upp í turn- ana?“ Hann svaraði jafnvel ekki spurn- ingu minni. Þá spilaði ég út há- trompinu. Kannske var ég ósann- gjarn, en mér fannst of mikið í húfi til þess, að hægt væri að vera með vangaveltur út af slíku. „Við munum komast að nafni yð- ar, liðsforingi," sagði ég, „og við höfum fjölda vitna. Ef þér skemm- ið þessa dómkirkju og það mun reynast svo á eftir, sem ég er reynd- ar þegar fullviss um, að það hafi engir Þjóðverjar verið þarna uppi, skulum við tilkynna það gervöll- um heiminum, hver skotglaði ná- unginn var, sem eyðilagði þessa dómkirkju — að óþörfu. Þar að auki skal ég fara til Eisenhowers og skýra honum persónulega frá nafni yðar, og ég get fullvissað yður um, að þá verðið þér aumasti liðsforinginn í gervöllum ameríska hernum.“ Ég var ekki að blekkja hann. Ég hafði dvalið nokkra daga í bæki- stöðvum Eisenhowers, meðan ég átti viðtal við hann, og ég vissi, að hann mundi taka á móti mér, ef ég leitaði til hans, og hlusta á mig. Og ég hefði sannarlega notfært mér þessa aðstöðu mína í þessu tilfelli. Liðsforinginn sagði loks öskureið- ur: „Jæja þá, 20 mínútur, en það er allt og sumt. Ég mun bíða og fylgjast með öllu hérna niðri.“ Það steig andvarp upp frá mann- þrönginni, er ég þýddi þessi orð hans. Það var líkt og allir hefðu skyndilega varpað öndinni léttar. Andlit franska majorsins ljómaði. Hann hljóp upp í jeppann okkar ásamt nokkrum öðrum mönnum, og við ókum í loftinu til dómkirkjunn- ar. Frakkarnir þekktu hvern þuml- ung í þessu völundarhúsi. Við skipt- um okkur í tvo hópa, og fór hvor hópurinn upp í sinn turn. Við fréttaritararnir slógumst í fylgd með hópnum, sem franski majorinn stjórnaði. Við klöngruðumst upp hvern stigann af öðrum. Þeir voru mjóir og bognir og virtust endalausir. Brátt gengum við upp og niður af mæði. Öðru hverju komum við að litlum gluggum, sem líktust einna helzt mjóum rifum. Við stönzuðum sem snöggvast við gluggana til þess að ná andanum og veifa til mann- fjöldans til merkis um, að við hefð- um ekki fundið neina Þjóðverja, a.m.k. ekki enn þá. Á torginu gát- um við komið auga á byssur liðsfor- ingjans, sem beindust enn að turn- unum. Að lokum var ekki hægt að kom- ast hærra. Við námum þar staðar á óhefluðum trépalli, sem var beint undir klukkunum miklu. Majorinn hafði haft alveg rétt fyrir sér. Það var enginn þarna uppi, og sömu sög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.