Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 43
DÝ RLINGURINN FRÁ DJÖFLAEYJUNNI
41
tók faðir Sellés sér ferð á hendur
til Caracas á fund erkibiskups síns,
og síðan fékk hann ásamt erki-
biskupinum áheyrn hjá forseta
Venezuela, til þess að skýra honum
frá, hvernig Bougrat hefði bjarg-
að fólkinu í Zrapa.
Á götunum í Caraeas beið fólk
frá Zrapa, sem hafði komið ýmist
gangandi eða ríðandi frá hinum fjar-
lægu útskaga til þess að votta að
frásögn föður Sellés væri sannleik-
anum samkvæmt, en það þurfti ekki
á vitnisburði þeirra að halda.
í Venezuela er erfitt að varðveita
leyndarmál og forsetinn hafði þeg-
ar frétt um þennan undralækni,
sem hafði komið utan af hafi og
bjargað mörgum þúsundum af íbú-
um skagans frá þessari mannskæðu
plágu. Hann vissi aðeins ekki nafn
mannsins.
„Vér munum ekki láta Bougrat
lækni af hendi við Frakkana,"
lýsti forsetinn yfir með einbeitni.
Fólkið á Paríaskaganum lítur á
hann sem dýrling. Hann mun dvelja
hjá því framvegis."
Frakkar komust að því að Bou-
grat dveldi þar og kröfðust þess,
að hann yrði framseldur og sendur
aftur til Djöflaeyjar, en nú neit-
aði Venezúela í fyrsta sinn. Bou-
grat læknir dvaldi áfram sem lækn-
ir og dýrlingur fólksins á skagan-
um.
Þegar Bougrat læknir vissi að hon-
um var borgið, ritaði hann aftur
lögfræðingi sínum í Marseilles til
þess að halda fram sakleysi sínu
og biðja þess, að mál hans yrði tek-
ið fyrir og rannsakað á nýjan leik.
í Marseilles hélt Stefani-Martin á-
fram baráttunni fyrir endurupptöku
málsins in dbsentia (að sakborn-
ingi fjarstöddum), en rétturinn neit-
aði að sinna tilmælum hans.
Um það bil tveimur árum eftir að
Bougrat læknir settist að á skag-
anum, kom þangað ítölsk stúlka,
26 ára gömul, til að starfa sem
hjúkrunarkona á meðal fólksins.
Bougrat læknir, sem þá var fertug-
ur, varð ástfanginn af henni og
skrifaði lögfræðingi sínum til að
spyrja hvort hann mundi ekki geta
fengið skilnað frá konu sinni í
Frakklandi. Hann ætlaði sér ekki að
snúa sér til yfirvalda Venezuela
fyrr en hann hefði fullvissað sig um,
hvort hann fengi frelsi sitt í Frakk-
landi.
Hann varð forviða á svarinu, sem
hann fékk. Stefani-Martin skrifaði,
að kona hans hefði fengið skilnað
við hann innan þriggja mánaða
eftir að hann var sakfelldur, og
á meðan hann enn sat í fangelsi í
Marseiles og beið flutnings. Stefani-
Martin hélt, að fangelsisstjórnin
hefði tilkynnt Baugrat það.
Mánuði síðar kvæntist Bougat
ítölsku stúlkunni og í sameiningu
hófust þau handa um að bæta lífs-
kjör fólksins, ekki aðeins heilsu —
og læknisfræðilega, heldur einnig
fjárhagslega, með því að kenna
þeim kókó- og kaffirækt, og kenna
þeim rétta meðferð fyrir og eftir
barnsburð, ásamt heilsusamlegum
lifnaðarháttum og líkamsrækt.
Ríkisstjórn Venezuela styrkti Bou-
grat lækni til kaupa á skurðáhöldum
til minniháttar skurðlækninga, á-
samt litlu sjúkraskýli með 10 sjúkra-
rúmum.