Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 87

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 87
KELTNESKI ÞJÓÐFLOKKURINN 85 hollustuskyldur við skyldmenni og ættflokkur við ættflokk; og gagn- kvæm vernd á milli ættflokka var innsigluð með því, að skiptast á gislum. Það gat jafnvel náð til hins yfirnáttúrlega samfélags (samfélags guðanna); því að þegar nokkrir flokkar gengu í samband sín á milli í einhverjum sameiginlegum til- gangi, eða þegar einhver gerðist æðstráðandi; gerðust ættarguðir sterkasta ættflokksins verndarar ættarguða lægri ættflokkanna. Júl- íus Cæsar í Gallíu, og keisarar og þjóðhöfðingjar í Bretlandi færðu sér í nyt þetta keltneska verndarfyrir- komulag í hernaðarlegum og stj órn- málalegum tilgangi. Vernd sjálfs Rómaveldis til handa vissum brezk- um ættflokkum, bæði fyrir inn- rásina árið 43 e. Kr. og á fyrstu árunum eftir hertökuna, var vissu- lega eins mikið sniðin eftir hinu eldgamla, keltneska stjórnarfyrir- komulagi ættflokkanna, eins og þeirri utanríkisstj órnmálastefnu, sem Rómaveldið hafði tekið upp. Sérhver keltneskur ættflokkur kom saman á vissum hátíðum kirkj - unnar. Galliska almanakið hefur varðveitzt í einstökum atriðum á brotum af eirtöflu, sem talin er frá síðari hluta fyrstu aldar f. Kr., og fannst hjá Coligny skammt frá Bourg (í Frakklandi). f þessu alm- anaki er tunglmánuðunum skipt í bjartan helming og dimman helm- ing, og skiptingin er merkt með orðinu ATENOUX („nóttin kemur aftur“), sem gerir trúlega þá at- hugasemd Cæsars, að Gallar mæli tímann fremur í nóttum en dögum. Samkomurnar voru haldnar á helg- um stöðum, fyrst og fremst í trú- arlegum tilgangi; var þá minnzt upphafslegs landnáms og áfram- haldandi búsetu á landi ættflokksins á táknrænan hátt, með sameiningu (giftingu) herguðs ættflokksins og gyðju landsins. Veraldleg málefni voru þá einnig tekin til umræðu við þessi tækifæri. Á samkomunni gafst einnig tækifæri til að endur- nýja reglur samfélagsins og inn- leiða nýtt skipulag, og til að veita ungum mönnum inngöngu í félags- skap frjálsra hermanna, eftir að þeir höfðu þreytt ýmis inntöku- próf í hreysti. Á samkomunni gat konungurinn boðið út her, eða tek- ið formlega og endanlega ákvörðun um samning við annan ættflokk. Jafnvel í þeim ættflokkum, þar sem í stað konungs höfðu komið frið- dómarar (magistrates=einsk. lög- reglustjórar), höfðu hermenn þeir, sem þar voru saman komnir, aug- sýnilega lítið tækifæri til að gera annað en samþykkja formlega þær ákvarðanir, sem teknar voru fyrir þeirra hönd. Presturinn Diviciacus vinur Cæsars og Ciceros, sem var yfirdómari eða Vergobret hjá Aedicum, varð að ganga undir ár- lega endurkosningu, en þegar hann sat í embætti, hafði hann vald á lífi og dauða, friði og ófriði hjá þjóð sinni. Ósamþykki sitt var þýð- ingarlaust að láta í ljós, nema gera uppreisn; og rómverskir hershöfð- ingjar fengu að kenna á því, að sáttmálar, sem gerðir voru við þá- verandi stjórnendur eða friðdómara keltneskra ættflokka, og innsiglað- ir með því, að skiptast á gislum, voru lítils virði, ef svo vildi til, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.