Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
ætlar að fara út með það): — Já
— ja, já — verry vell — þá það.
(Það er bankað — inn koma dreng-
ir með blöð. — Skrifarinn og
skáldið fara út. — Drengirnir kalla
upp með blöðin: Morgunblaðið —
Vísir — Nýja Dagblaðið — Alþýðu-
blaðið. — Ekki má gleyma neinu
blaði).
Drengirnir (samróma): Ekki má
gleyma neinu blaði.
(Þá koma inn fleiri drengir og
kalla upp sín blöð).
— Tíminn, Tíminn, Tíminn —
Stormur — Verkalýðsblaðið, Verka-
lýðsblaðið ■— Samfylkingin — Þjóð-
viljinn — Lýðveldið, Lýðveldið —
Framsókn, Framsókn — Sjómanna-
blaðið og Landið,—Landið—Hafnar-
blaðið — ísland, ísland — Ingólfur
— ísafold — Gullaldarblaðið, Gull-
aldarblaðið — Óprentaðablaðið —
hver vill kaupa Óprentaðablaðið!
(Raddirnar blandast saman á ein-
kennilegan hátt. Drengirnir hafa
búið til dálítinn söngflokk með að
kalla upp með blöðin, hver með
sínum róm).
Tjaldið er drégið fyrir.
Kvöld eitt í síðari heimsstyrjöldinni barst loftvarnaliðssveit okkar
sú frétt, að æfing yrði haldin þá um nóttina til þess að sýna háttsettum
herforingja, er var þar á skoðunarferð, hve fljótir við værum að kom-
ast að loftvarnarbyssunum, þegar loftvarnamerkið yrði gefið. Það var
búið að slökkva, og við iágum þarna í fullum herklæðum undir tepp-
unum okkar og biðum í ofvæni. Að lokum kvað við loftvarnamerki,
þegar klukkan var orðin tvö. Við æddum út, en þegar við vorum að
ryðjast út um dyrnar hver um annan þveran, birtist liðþjálfinn okkar
skyndilega. „Stórfylkishöfðinginn hefur alls ekki látið sjá sig, strákar,"
sagði hann. „Það liggur ekkert á. Þetta er ekki æfing. Þetta er raun-
verulegt loftvarnamerki!“ A. Kerry
Þetta gerðist í lítilli sveitakirkju í Skotlandi sunnudag einn fyrir
mörgum árum: Einn kirkjugesta varð skelkaður, er hann uppgötvaði,
að hann hafði látið tveggja-og-hálfs-shillings-pening detta í samskota-
baukinn í stað shillingsins, sem hann hafði ætlað að gefa.
Að guðsþjónustunni lokinni útskýrði hann fyrir meðhjálparanum,
hvað gerzt hafði, og reyndi að fá mismuninn endurgreiddan.
„Kemur ekki til mála!“ svaraði meðhjálparinn ákveðinn. „Peningar,
sem gefnir eru Guði, eru ekki endurgreiðanlegir."
„Jæja,“ svaraði hinn aumur í bragði, „ég fæ þó að minnsta kosti
tveggja-og-hálfs-shillings inneign á himnum."
„Nei, það færðu ekki,“ svaraði meðhjálparinn. „Þú eignast bara inn-
eign þess shillings, sem þú ætlaðir að gefa. Afgangurinn er bara gróði
fyrir Guð.“ O.C.