Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 83
KELTNESKI ÞJÓÐFLOKKURINN
81
Höfuð frá Bæheimi, sem sýnir listeinkenni
Kelta.
í innbyrðis skærum ættflokkanna
voru sögur hermannanna af sjálfum
sér öllum hetjulegri. Hinn keltneski
ættarhöfðingi kom venjulega til
orrustunnar í sterkum, tvíhjóla
vagni. með tveimur litlum hestum
fyxir og með ökumanni, sem síðar
í orrustunni átti einnig að vera
skjaldsveinn. Að vopnum hafði
höfðinginn þungt járnsverð, rýting,
og spjótasamstæður. Oftast bar
hann hálshring sinn og armbönd úr
gulli, og til varnar bar hann háan
skjöld, venjulega úr tré og skreytt-
an með upphleyptum myndum úr
látúni. Á höfði bar hann látúns-
hjálm, keilulaga, skreyttan upp-
hleyptum látúnsmyndum úr nátt-
úrunni og ef til vill með hornum
efst, til þess að auka við hæð þess
sem bar hann. Utan yfir ljósri skyrt-
unni var borin brjósthlíf, og hin-
um sérkennilegu buxum var haldið
uppi með belti.
Siðvenjur Keltanna hljóta að hafa
verið kynlega úreltar í augum þeirra
Miðjarðarhafsbúa, sem til þeirra
sáu, er þeir minntust hetjulegra
bardaga Grikkja og Tróju-manna
fyrir utan veggi Trójuborgar. Ætt-
arhöfðingjarnir óku alveg að fjand-
mönnum sínum og því næst í gegn-
um fremstu víglínu þeirra og köst-
uðu um leið kesjum sínum. Samtím-
is gerðu þeir, sem á eftir fóru, ógur-
legan hávaða, hrópuðu, blésu í lúðra
og börðu utan vagna sína, sem ekið
var, þar til þeir áttu skammt eftir
að fremstu víglínu. Er þeir svo höfðu
skotið kesjum sínum, stigu her-
mennirnir af vögnum sínum og
gengu áfram í fylkingarbrjósti her-
sveita sinna. Þeir völdu sér hæfi-
lega andstæðinga úr her óvinanna
og skoruðu þá á hólm, sveiflandi
vopnum sínum. Ef áskoruninni var
tekið, tók bardagamaðurinn að
kyrja lofsöng um afreksverk for-
feðra sinna og sín eigin hreystiverk.
Að þessum inngangsatriðum lokn-
um, sem að líkindum báðir hólm-
göngumennirnir tóku þátt í, annað
hvort samtímis eða til skiptis, hófst
einvígið. Sigurvegarinn hjó hand-
leggina af hinum fallna andstæðing
sínum og hjó því næst höfuðið af
bolnum. Hið afhöggna höfuð var svo
bundið við beizli hests hans, og
síðar fest upp við dyrnar að húsi
hans. Og þá fyrst, er þessum inn-
gangsatriðum var lokið, hófst hin
almenna orrusta.