Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 71
Stórbrotinn í lífi sínu og
skrifum, róttækur
byltingamaður í æsku,
íhaldssamur þjóðernissinni á
efri árum, en ávallt
stórbrotið skáld.
FEODOR
DOSTOJEVSKI
Eftir Ronald Seth.
rír mestu rithöfundar
Rússa á síðara helm-
’’ ingi nítjándu aldar
voru þeir Tolstoj, Che-
yS&Sgd: kov og Dostojevsky.
Enda þótt þeir væru allir heims-
kunnir, hafði Dostojevsky mest á-
hrif á bókmenntir Vesturlanda.
Hann var uppreisnargjarn, beiskur
í lund, frámunalega tortrygginn og
sólginn í fjárhættuspil. En snilling-
ur var hann engu að síður og á fáa
líka í heimsbókmenntunum.
Sniiligáfa hans kemur bezt í ljós
í skáldsagnaflokkunum, sem hófust
með Glœpur og refsing, er kom
út árið 1886, og lauk með Karamaz-
ovbrœðrunum árið 1880. Hinar bráð-
snjöliu persónulýsingar hans og
djúpa innsæi á sviði tilfinningalífs-
ins, ruddi braut nýrri stefnu í skáld-
sagnagerð.
Dag nokkurn í desember árið
1849, stóðu tveir tugir fanga í röð
á Seynovskytorginu í Pétursborg. Á
miðju torginu hafði verið reistur
pallur og á honum stóð lögreglufor-
ingi og las upp nöfn fanganna. Á
eftir hverju nafni bætti hann við
þessari setningu: „Dæmdur til að
skjótast."
Þegar hann hafði lokið lestrinum
og var farinn niður af pallinum,
hvíslaði einn fanginn að félaga sín-
um: „Það getur ekki verið að þeir
ætli að drepa okkur!“ f stað þess
að svara benti félagi hans þegjandi
á röð af líkkistum, sem voru þarna
í námunda, huldar yfirbreiðslu.
Fyrstu þrír mennirnir voru leidd-
ir að pallinum, bundnir við staura
og poka steypt yfir höfuð þeirra.
Ungi maðurinn, sem hafði verið
að hvísla að félaga sínum, var bú-
100 Great Lives
69