Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 63
LESBÍANS
61
rétt er að geta þess, að á árinu 1964
hefur okkur borizt til birtingar meira
en nokkru sinni fyrr af efni eftir
sérfróða höfunda. Án M R G félags-
ins hefði slíkt verið óhugsandi. Við
höfum einnig áhuga á að draga kven-
kynvillu út úr sorpritum og nætur-
klúbbum. Við höfum furðað okkur
á hve mikill fjöldi karlmanna hefur
snúið sér til okkar í sambandi við
það.
Við höfum einnig lýst því yfir,
sem einu af markmiðum okkar, að
við værum fúsar til allar í samein-
ingu, og reiðum okkur í því efni á
hvern einstakan meðlim, að taka
þátt í ósviknum vísindalegum rann-
sóknum. Hingað til hefur verið
fremur lítið um slíkar rannsóknir.
Einn af félögum okkar tekur þátt í
einni slíkri. En slíkar rannsóknir
eru ef til vill það, sem mest ríður á
sem stendur. Spurningum sem þess-
um: „Hvers vegna er ég....“ eða
„Hvað veldur því....?“ „Er það
rangsnúin hneigð (perversion) eða
fullkomlega eðlilegur gangur lífs-
ins?“ er ekki hægt að svara, sökum
þess að enginn veit það með vissu
enn sem komið er. Og þar sem ólík-
legt virðist að í náinni framtíð fáist
nægilegt fjármagn til þess að koma
af stað slíkum fjöldarannsóknum,
sem nauðsynlegar væru til að svara
slíkum spurningum, virðist líklegt
að ekki fáist svar við þeim á okkar
dögum að minnsta kosti.
Á meðan þannig stendur, erum
við kynvilltu konurnar, hvorki
verri né betri en aðrar mannlegar
verur svona upp og ofan. Við erum
hjúkrunarkonur yðar, einkaritarar,
búðarstúlkur, strætisvagnastj órar,
jafnvel kennarar barna yðar, en
samfélagið lítur enn á okkur sem
„þessar konur.“
Því eldri sem ég verð, þeim mun betur kann ég að meta börn. Börn
eru heilbrigðustu meðlimir mannkynsins, og þar að auki hinir indæl-
ustu, því að þau eru nýkomin úr höndum skaparans.
Þau eru duttlungafull, uppáfinningasöm, ráðagóð og pörótt, en frá
Þeim streymir glaðlyndi og gott skap út yfir gervalla heimsbyggðina.
Við fullorðna fólkið lifum í sífelldum kvíða um, hvaða álit þau muni
hafa á okkur. Lif okkar er ein samfelld vörn gegn hinni ógnvekjandi
orku þeirra. Líf okkar er eintómur þrældómur í viðleitni okkar til þess
að rækja það, sem er vænzt af okkur, að við rækjum.
Við komum þeim í rúmið með nokkurs konar hugarlétti og heilsum
þeim á morgnana með gleði og eftirvæntingu. Við öfundum þau af
hæfileikum þeirra til þess að upplifa ævintýri og gera stórfenglegar
uppgötvanir.
Á allan þennan hátt auka börnin við þá dásemd að vera lifandi. Á
allan þennan hátt hjálpa þau til þess að halda okkur ungum.
Herbert Hoover