Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 22
Richard
Strauss
og snilligáfa hans
Eftir Erich Leinsdorf.
Erich Leinsdorf, sem er fæddur og uppalinn í Vínarborg,
og hefur verið stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston
síðustu þrjú starfsár hennar, hefur sérstakt dálæti á tón-
list Richards Strauss.
Þegar ég fæddist var
Richard Strauss 48 ára
að aldri, og var þá að
semja síðari gerð Ari-
adne. Mikinn hluta æv-
innar hef ég verið að brjóta heil-
ann um það, hvað hafi komið fyrir
hann á síðari helmingi sköpunar-
tímabils hans, hvað hafi komið fyrir
höfund Elektra og Salome, Don
Quixotes og Ein Heldenlebens
(Hetjulíf). Hvers vegna hætti hann
að rita tónaljóð og sneri sér ein-
göngu að söngleikjum, og hvers
vegna urðu þessir söngleikir alltaf
meir og meir í gömlum stíl, í stað
þess að sýna ávallt nýjar fram-
farir? Hvers vegna höfum vér Die
Egyptische Helen, Friedenstag,
Daphne, Liebe der Danae, og svo
aftur haganlega samið skemmti-
verk Capriccio?
Hvers vegna tókst höfundurinn
á hendur að semja stórverk eins og
Salome og Electra, og gleðileik
(comedy) eins og Rosenkavalier,
en beygir síðan inn á hliðargötur
bókmenntanna til þess að rita hræri-
graut af tónlist, sem var svo endur-
tekningasöm að undir lok þessarar
framleiðslu hans er maður stundum
í vafa um, hvar verkin hefjast og
hvar þau enda.
Það er auðvelt að segja að upp-
20
Atlantic Monthly