Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 53
Eftir Irwin Ross.
Dagblöð sem dómarar
Þar sem dómsjorm er kviðdómur,
geta blöðin haft mikil áhrif á skoðanir
kviðdómenda og jafnvel valdið
úrslitum um endanlegan dóm.
inn 24. apríl 1964 hand-
tók lögreglan í New
York nítján ára gaml-
an blökkumann, Ge-
orge Whitmore að
nafni. Whitmore var grunaður um
nauðgunartilraun. Daginn eftir, þeg-
ar Whitmore hafði verið yfirheyrð-
ur í tuttugu og tvær klukkustundir
samfleytt, tilkynnti lögreglan að
hann hefði játað á sig þrjá glæpi
— nauðgunartilraun, morð á ræst-
ingarkonu í Brooklyn og ennfremur
morð á tveim ungum stúlkum, Jan-
ice Wylie og Emily Hoffert, sem
stungnar höfðu verið til bana átta
mánuðum áður. Hið hryllilega
Wylie-Hoffert morðmál hafði vak-
ið mikla athygli New Yorkbúa á
sínum tíma, og eru þeir þó ýmsu
vanir. Lögreglan hafði hlotið á-
mæli, af því að henni hafði ekki
tekizt að finna morðingjann. En nú
hafði hún rekið af sér slyðruorðið
og heiðri hennar var borgið.
Blöðin hrósuðu lögreglunni fyrir
dugnaðinn. Fjrrirsögn WorlcL Tele-
gram hljóðaði svo: „Wyliemorðing-
inn fundinn. Flækingur játar á sig
tvö morð.“ Öll blöðin birtu játningu
Whitmores, samkvæmt heimild
leynilögregluforingj ans McKearneys
■— hvernig Whitmore hefði verið að
ráfa um stræti New York þennan
surinudagsmorgun,, hvernig hann
hefði farið inn í ólæsta íbúð stúlkn-
anna, hvernig önnur stúlkan hefði
komið að honum í eldhúsinu og
hvernig hann hefði loks myrt þær
báðar. Blaðið Journal American
birti viðtal við föður annarrar stúlk-
unnar. Hann lýsti Whitmore m. a.
á þesa leið: „Hann er villidýr . ..
áreiðanlega geðveikur.... ætti að
sitja í fangelsi til æviloka."
En þegar Whitmore kom fyrir
rétt, tók hanri játningu sína aftur og
verjandi hans sagði, að lögreglan
hefði þvingað hann til að játa. En
blöðin létu þetta ekki á sig fá, held-
ur héldu þau áfram að birta ýmis
fleiri atriði úr „játningunni11. Þau
studdu þá fullyrðingu, að Withmore
vissi svo mikið um glæpinn, að
hann hlyti að vera hinn seki. Þessi
skrif höfðu þau áhrif á almenning,
The Atlantic
51