Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 29
RICHARD STRAUSS OG SNILLIGÁFA HANS
27
spjald. með mynd af meistaranum
sjálfum, og aftan á væru rituð, með
hans mjög læsilegu handskrift, fá-
ein viðeigandi og varfærnisleg þakk-
arorð. Hann var hinn fullkomni
stjórnkænskumaður, sem vissi að
bréfspjald með mynd og þakkar-
orðum mundi gera flytjandann að
aðdáanda Strauss og brautryðjanda
verka hans, ef annars var þörf á
brautryðjendastarfi fyrir hinn mikla
Strauss.
Líf og starf Richards Strauss kem-
ur mér þannig fyrir sjónir: Ungur
maður, sem vex hratt frá því að
vera efnilegur, gáfaður og búinn
miklum hæfileikum og leikni upp
í það að verða snillingur, sem full-
þroskaður snillingur semur hann
hálfa tylft hlj ómsveitarverka, fjöl-
mörg sönglög og þrjá til fimm, eftir
hvers smekk, frábæra söngleiki
(óperur). Það sem olli harmleik
Strauss og því, að orðstír hans fór
dvínandi, var það, að hann lifði
fram yfir það tímabil, sem hann
hafði verið svo málsnjall fulltrúi
fyrir í sinni beztu tónlist.
E'KKI FULLKOMIÐ
Sir William Butlin, eigandi hinna fjölmörgu frægu sumardvalarbúða
í Bretiandi, skýrir frá skemmtilegum atburði, sem gerðist, þegar hann
heimsótti sumardvalarbúðirnar sínar í Skegness í fyrrasumar. Þar
var allt troðfullt, og skrifstofumaðurinn var einmitt að vísa gömlum
manni og roskinni konu frá, þegar Sir Butlin kom þar að. Butlin vildi
gjarnan hjálpa gamla fólkinu og sagði við þau, að hann mundi ekki nota
einkasumarbústað sinn þar i búðunum þá um helgina og skipaði skrif-
stofumanninum að leyfa gamla manninum og rosknu konunni að búa
í honum.
Butlin kom þangað aftur í næstu viku, og þá heilsaði hann upp á
gömlu konuna, sem var enn i sumarbústaðnum hans. Hún var honum
mjög þakklát. Jú, þetta hafði verið dásamlegt sumarleyfi, maturinn,
húsið, skemmtanirnar í búðunum.... allt hafði verið dásamlegt. „Það
er aðeins eitt að,“ sagði hún og iækkaði róminn. „Mér geðjast alls ekki
að þessum gamla manni, sem var látinn búa hérna með mér i sumar-
bústaðnum yðar.“
Skemmtiferðamaöur fór eitt sinn inn í kvikmyndahús í Austur-
löndum nær og bað Arabakonuna, sem sat fyrir framan hann, um að
taka ofan leirkerið.
Hvernig stendur á því, að þegar maður rekst á einhvern, sem er
alveg að springa af slúðurfréttum, þá skuli sá hinn sami alltaf vera inni
i almenningssírnaklefanum, sem maður bíður við?