Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 76
74
eftir 3 þúsund franka en þriðja
kvöldið tapaði hann öllu aftur, nema
5 þúsund frönkum.
Árið 1864 missti Dostojevsky konu
sína og sama ár dó Mikhail bróðir
hans. Eftir lát konu sinnar hugðist
hann giftast vinkonu sinni Pálínu
Suslov, sem hann hafði kynnzt í
Moskvu, en hún hafði verið ferða-
félagi hans í utanlandsferðum 1862
og 1863. En hún sleit trúlofuninni
skömmu eftir að kona Dostojevskys
dó. Hann var að skrifa skáldsöguna
Glæpur og refsing og hafði farið
til Wiesbaden til þess að geta verið
í ró og næði. Pálína Suslov taldi
aftur á móti, að hann hefði yfirgef-
ið sig af ásettu ráði.
Meðan Dostojevsky var í Wies-
baden, kom út eftir hann bókin
Bréf frá uncLirheimum. Þessi bók
vakti mikla athygli gagnrýnenda,
sem þóttust skynja að nýr snillingur
væri í uppsiglingu.
Mikahil hafði verið stórskuldugur,
þegar hann lézt. Enda þótt Feodor
væri sjálfur illa staddur fjárhags-
lega, tók hann að sér að greiða
skuldir bróður síns og bar honum
þó engin skylda til þess samkvæmt
lögum. Þannig jók hann sjálfur á
byrðina, sem hann fékk vart und-
ir risið.
Árið 1866 kom Glæpur og refsing
út sem framhaldssaga. Sagan fékk
misjafnar undirtektir. Sálfræðilegar
athuganir höfundarins voru nýj-
ungar, sem menn kunnu ekki að
meta, en handbragð snillingsins
leyndi sér ekki. Bókin varð Dosto-
jevsky ekki sú tekjuuppspretta, sem
hann hafði vonað.
Áður en Dostojevsky hafði lokið
ÚIiVAL
við Glæp og refsingu, fór hann að
vinna að nýrri skáldsögu, sem hlaut
heitið Fjárhœttuspilararnir. Hann
var sískrifandi, og svo fór að lok-
um, að augu hans þoldu ekki á-
reynsluna. Hann réði því unga
stúlku sér til aðstoðar. Hún var
hraðritari og hét Anna Smitkin.
Þau hittust í fyrsta skipti 8. okt.
1866, og 4. nóvember opinberuðu
þau trúlofun sína. Þau giftust um
páskana 1867 og fóru í brúðkaups-
ferð til Vestur-Evrópu. Þau ætluðu
að vera þrjá mánuði í burtu, en
þau komu ekki aftur til Rússlands
fyrr en að fjórum árum liðnum.
Það var mikið gæfuspor fyrir
Dostojevsky, þegar hann gekk að
eiga Önnu Smitkin. Hún átti að
vísu erfitt með að venjast hinu ó-
reglusama líferni hans í fyrstu, en
hún var fljót að átta sig á hlutun-
um. Brátt var hún farin að greiða
úr fjármálaflækjum manns síns og
semja við útgefendur og lána-
drottna fyrir hans hönd. Hún reyndi
af fremsta megni að losa hann við
allar áhyggjur.
Þau fjögur ár, sem Dostojevsky
dvaldist utanlands, skrifaði hann
þrjár af þeim fimm skáldsögum,
sem frægð hans byggist á — Fávit-
ann, Hinn eilífa eiginmann og Hina
djöfulóðu.
Smámsaman tókst Önnu Dosto-
jevsky að greiða allar skuldir og áð-
ur en langt um leið höfðu þau nægi-
legt fé til handa á milli, svo að þau
gátu lifað þægilegu lífi. Dostojevsky
var hamingjusamur í fyrsta sinn
á ævinni.
En það brá skýi fyrir hamingju-
sólina, þegar heilsu Dostojevskys