Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 64
Eftir Steingrím Jónsson
raf magnsst j óra ■
Menntun
embættismanna
í tilefni hins merka er-
indis Jónasar Haralz,
EvÁ&Mf forstj óra Efnahagsstofn-
unarinnar, um embætt-
ismenn ríkisins og
menntun þeirra, hafa spunnizt ýms-
ar umræður og ritstjórn T.V.F.Í.
hefir spurt ýmsa menn innan vé-
banda félagsins um álit þeirra eða
viðhorf til erindisins. Ég hefi einn-
ig verið beðinn um að skýra frá
áliti mínu og er mér ánægja að
verða við þeirri bón, enda þótt ég
bæti litlu málefnislega við það, sem
þegar hefir verið sagt.
Það er erfitt að tala um embættis-
menn ríkisins almennt og um hverj-
ar kröfur beri að gera til menntunar
þeirra, án þess að skilgreint sé,
hvað sé átt við með embættismönn-
um ríkisins. Ég ætla að nota orðið
hér í gamalli og þröngri merk-
ingu, frá þeim tíma, þegar ríkis-
stjórnirnar höfðu lítil afskipti af
athafnalífi þegnanna, en hinir virðu-
legu embættismenn höfðu einkum
skyldu til að gæta þess að lögum,
reglugerðum og fyrirmælum stjórn-
arvalda væri fylgt og þá einkum,
þegar til þeirra var leitað. Nú virð-
ist vera komin tilhneiging til að
kalla alla þá menn embættismenn
ríkisins, sem taka föst laun úr rík-
issjóði eða stofnunum ríkisins. Ég
tel það of langt gengið í sambandi
við umræðuefnið og held mér því
við hina þröngu merkingu og er
þá einkum um að ræða ráðuneytis-
stjóra, deildarstj óra þeirra og full-
trúa.
Áður fyr voru afskipti ríkisvalds-
ins af atvinnumálum, og raunar
félagsmálum einnig, næsta lítil.
Framkvæmdirnar voru að mestu
02
Tímarit VFÍ